Lesbók05.09.02 — Númi Fannsker

Jæja, þá er maður kominn heim. Þetta var nú meiri ferðin. Komst loks til Spánar á sunnudaginn eftir ömurlega dvöl í Genf (sem er ljótur staður og leiðinlegur). Þurfti að fara í gegnum Portúgal, þar sem vegabréfið mitt reyndist vera bókasafnsskírteini Enters (hahahaha, hann er nú meiri spéfuglinn). Tók leigubíl frá Lissabon til Granada í boði Evrópusambandsins og gerði þar nokkrar rannsóknir á þarlendum vefum. Þeir reyndust fjölmargir en virtust flestir fjalla um túrisma, verkun skinku og ólívuát. Ágætt. Flaug svo heim í gær og mætti galvaskur, en nokkuð þreyttur á skrifstofuna klukkan hálfátta í morgun (ég veit það er seint, en ég var nokkuð þreyttur eftir langt flug). Hér var þá búið að umbylta öllu. Hólfa kaffistofuna niður, þannig að hver hefur þar sitt borð, sinn öskubakka, sína kaffikönnu, sinn vask. Ágætis hugmynd sosum og mjög í takt við einangrunarstefnu Myglars - sem hefur nú sökkt sér ofan í stjórnunar- og mannauðsfræði. Frétti einnig að þeir hefðu rekið Jónu ritara, í þeirri trú að hún væri skúringarkonan hún móðir mín (hahaha), þeir hafa margoft reynt að losa sig við hana í fjarvist minni en aldrei tekist. En nú er bara að bretta upp ermar og hefjast handa - af nógu er víst að taka og sannleikurinn verður ekki umflúinn eða undir stólinn stungið.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182