Lesbók28.11.02 — Númi Fannsker

Ţrátt fyrir alkunna hneigđ mína til bókmennta, lista og hverskyns menningarlegrar tjáningar, á ég mér ađra hliđ - sem ekki er öllum kunn. Ég er frístundahandverksmađur. Ekki svo ađ skilja ađ ég brenni leirstyttur, klastri saman flugvélalíkönum eđa máli vatnslitamyndir af litríkum blómum. Nei ég er nokkuđ stórtćkari. Ég legg pípur, tengi rafmagn og dreg símalínur í rör. Ég er smiđur góđur, hagur á bćđi tré og járn. Ég slípa upp hurđir, lakka, mála, olíuber. Ég gref skurđi - legg í ţá rör, til vonar og vara. Ég er í eđli mínu iđnađarmađur og á í sífelldri innri togstreitu. Líkaminn heimtar handverk - heilinn krefst ígrundunar.

Á hádegi á sunnudag, eftir um fimm klukkustunda legu yfir Eddukvćđum og fróđleik ţeim tengdum, vaknađi hjá mér sterk hvöt til ađ handleika verkfćri. Skapa eitthvađ áţreifanlegt og kraftmikiđ. Hver vöđvi í skrokknum hrópađi á útrás. Hver taugi ćpti á mig! Ég ákvađ ţví ađ leggja rafmagn. Bćta eins og tveimur tenglum viđ í víđfeđmri kjallarageymslu minni í vesturbćnum. Ţetta lét ég eftir mér, enda sunnudagur. Ég vissi ađ boralykilinn vantađi á borvélina mína svo ég afréđ ađ fara í BYKO í gamla Steindórsverkstćđinu - gegnt JL-húsinu. Einnig vantađi mig sitt lítiđ af hverju; kapalspennur, reknagla, og tappa sem ég gćti rekiđ kapalspennunaglana í. Borvélina hafđi ég međ mér - til ađ máta lykilinn.

Fjölmenni var í versluninni svo ég var feginn ţegar ungur piltur vatt sér ađ mér og bauđ fram ađstođ sína. Hann var á blárri svuntu og klossum eins og sannur handverksmađur, ţó ungur vćri. Ég bađ um boralykilinn og veifađi framaní hann borvél af Bosch-gerđ. Drengurinn fölnađi. Hann leit á klossana eins og ţeir vćru alfrćđiklossar sem hann gćti flett upp í međ hugarorkunni. Hann ranghvolfdi í sér augunum og ropađi upp úr sér máttleysislegu úffi. Svo gekk hann ađ rekka á suđurvegg verslunarinnar og benti á sexkant - "ertameina sona?". "NEI!", hrópađi ég, "ţá hefđi ég beđiđ um sexkant!" Gott og vel. Krakkaaulinn vissi ekki hvađ ég átti viđ. Ég fór ţví í ađra verslun.

Í Húsasmiđjunni vestur á Granda er viđmótiđ hlýlegt, ţrátt fyrir ađ ţar sé grunsamlega hátt til lofts. Ţar var ég svo heppinn ađ rekast á ungan afgreiđslumann. Sá var á rauđri svuntu og inniskóm. Ég bađ hann um reknagla og tappana góđu. Drengstaulinn ţurfti ađ styđja sig viđ loftpressu sem stóđ ţar á gólfinu. Hann svitnađi og gretti sig. Leit til lofts og klórađi sér í höfđinu. "Ţađ sko... ţađ er sko ekki til".
Ekki til? "EKKI TIL? Hvađ er ţá ţetta?" ćpti ég og ţreif hnefafylli af fimmtommu reknöglum og steytti framaní hann. "Skrúfur?" spurđi hann eins og álfur. Ég fleygđi reknöglunum í gólfiđ og rauk á dyr.

Ţetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hyggst kaupa byggingarvörur um helgi en gefst upp vegna kunnáttuleysis nýfermdra krakkabjálfa sem af heimsku sinni ţekkja ekki muninn á skrúfu og skrúfjárni. Nagla og hamri. Bor og borvél. Er til of mikils mćlst ađ ćtlast til ţess ađ fá fagmannlega afgreiđslu í slíkum sérverslunum, í stađ ţeirra Bónuskassaađferđa sem ţar eru hafđar í hávegum? Er ţađ virkilega ţess virđi ađ sóa tíma viđskiptavina og afgreiđslubjálfa á ţennan hátt?

Svo fór ađ ég ákvađ ađ grafa dálítinn skurđ međfram húsinu mínu og smíđa lítiđ borđ - sem ég svo bćsađi blátt.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182