Lesbók30.04.02 — Enter

Dagurinn var skelfilegur. Ekki nóg með að Númi gengi berserksgang og reyndi ítrekað að myrða stimpiljukkurnar okkar með því að kaffæra þær í orans-djús, heldur sannfærði hann okkur um að koma með sér í keilu!

Sem hefði verið ágætt nema þetta reyndist vera billjarð, sem er íþrótt hinna veikari, eins og þið eflaust vitið.

Jæja, nema hvað Númi var orðinn viti sínu fjær innan tíðar, sökum alræmds keppnisskaps og lenti í hávaðarifrildi við Spesa um reglurnar, sem mér heyrðist Spesi reyndar hafa ögn meira á hreinu, þó hann - ykkur að segja - geti varla loftað kjuða.

Myglar, sem er margfaldur Árneshrepps-meistari í íþróttinni, sat þögull og horfði á og dreypti ótæpilega á norskum brjóstdropum sem ég (já ég er ekki saklaus af þessu öllu) otaði ítrekað að honum.

Nema hvað - allt endaði í hávaðarifrildi og það lá við slagsmálum á tíma. Til að bæta gráu ofan á svart dúkkaði upp gömul kærasta Kaktuzar sem reyndi að kyssa okkur alla (því hún var ekki viss hver var hvað) og það endaði með því að Númi kýldi hana svo duglega á kjaftinn að ekki bara hún þagnaði, heldur öll billjarðstofan.

Nú sitjum við sumsé allir á skrifstofu ríkislögreglustjóra og bíðum þess að Myglar ranki úr áfengisdáinu, svo við getum skýrt okkar mál.

Gleðilegan 1. maí

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182