Lesbók21.10.02 — Myglar

Þær gleðifregnir hafa borist að Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, muni bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra fyrir komandi alþingiskosningar.

Ég tel að þessi ákvörðun Halldórs sé afar mikilvæg fyrir Framsóknarmenn um land allt, enda mikil sóknarfæri fyrir flokkinn í borginni og mikilvægt að tryggja góða stöðu þar eftir að kjördæmaskipan var breytt. Halldór þekkir aukinheldur vel til málefna í borginni, enda hefur hann verið búsettur þar frá árinu 1967. Einnig mun reynsla Halldórs sem landsbyggðarþingmaður stuðla að betri tengingu á milli höfuðborgar og landsbyggðarinnar, sem er afar mikilvægt málefni á okkar tímum.

Skjólstæðingum Halldórs í Austurlandskjördæmi kann að finnast þessar fregnir vondar, enda illt fyrir þá að missa svo góðan þingmann úr sínu kjördæmi. Ég verð hins vegar að benda austfirðingum á að þó þeir missi þingmanninn Halldór eru þeir að betur staðsettan foringja, eins og Framsóknarmenn um allt land. Það er ekki nema eðlilegt að Framsóknarflokkurinn bjóði formann sinn fram í Höfuðborginni, þar sem hann getur tekist á við formenn hinna flokkanna, sem flestir ef ekki allir bjóða sig fram þar.

Þessi ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar sýnir með óyggjandi hætti að Framsóknarflokkurinn er ekki einungis landsbyggðarflokkur, heldur flokkur allra landsmanna. Fram til sigurs!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182