Lesbók02.09.02 — Spesi

Nú er þetta búið. Í bili, að minnsta kosti.
Sumri er að ljúka og senn hefst skólastarf um allt land. Þetta hefur svosem verið sæmilegt sumar, veðrið hefur á köflum leikið við landsmenn og þeir verið duglegir að nýta sér veðurblíðuna.
Nú tekur hins vegar við tími leiðindanna. Menningarnótt er lokið, hið sama gildir um verslunarmannahelgi og 17. júní sem ávallt setja mark sitt á sumarið. Á fyrsta þriðjungi ársins höfum við svo páskana og ýmsa tyllidaga sem þeim fylgja. En hvað um síðasta þriðjunginn? Skammdegið hellist yfir landið, þunglyndið magnast og ekkert höfum við til að lyfta okkur upp fyrr en blessuð jólin koma í lok desember. Er furða þó fólk sé farið að skreyta tveimur mánuðum fyrir jól?
Til að ráða á þessu bót legg ég til að haldin verði sérstök hausthátíð í október og verði bundin í lög frídagar í viku í tilefni hennar. "En hátíð hvers?" gæti einhver þá sagt. Því er auðsvarað: Hátíð Baggalúts. Hvenær ætla ráðamenn þjóðarinnar að gera sér grein fyrir hvað þeir hafa í höndunum og veita Baggalúti þá viðurkenningu sem honum ber?
Góðir landsmenn. Sláum tvær flugur í einu höggi: Rekum burt haustdrungann og heiðrum Baggalútinn okkar. Gerum Baggalútshátíðina að veruleika!

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182