Lesbók19.08.02 — Kaktuz

Fyrir á að gíska eitt hundrað árum voru Íslendingar fátækastir og frumstæðastir allra þjóða Evrópu. Nú horfir hins vegar svo við að uppúr öskustó miðalda hefur hér risið eitt tæknivæddasta samfélag nútímans sem getur boðið þegnum sínum upp á hverja þá þjónustu sem eðlilegt er að íbúar 21. aldar eiga að venjast. Alllt nema eitt: fullkominn dýragarð.Allar nágrannaþjóðir okkar, nema Grænlendingar og Færeyingar, státa sig af að minnsta kosti einum slíkum garði. Hér er ekki átt við húsdýragarðasvokallaða en þeir þjóna aðeins þeim tilgangi að kynna malbiksalin börn fyrir eigin landi og náttúru. Nei hér er átt við garð sem hefur að geyma nokkur af hinum fjölmörgu framandi og stórkostlegustu dýrum veraldar; svo sem ljón, krókódíla, leðurblökur og fíla. Mikilvægast er þó að æskalandsins geti virt fyrir sér okkar nánustu frændur að Færeyingum undanskildum, simpans-apana. Þessir loðnu bræður okkar veita okkur mikilvæga innsýn í okkar eigin dýrslega uppruna. Hvað er líka skemmtilegra en að horfa gegnum rimla í augu skepnu sem er vitiborin en þó ekki mennsk.Þetta er upplifun sem börn okkar mega ekki fara á mis við.Ég skora því á alla leiðtoga þessa lands hvar svo sem í flokki þeir eru, að leggjast á eitt og reisa hér veglegan dýragarð.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182