Lesbók13.02.02 — Númi Fannsker

Já ţetta hefur sannarlega veriđ erilsamur dagur. Vinur minn Dr. Fritzherbert fór af landi brott í morgun eftir skamma dvöl hér á landi. Hann notađi tímann til ađ leggja fram tillögur um framtíđarásýnd vefs Baggalúts og komandi kosningabaráttu í sveitum landsins. Hann gengur nú ekki alveg heill til skógar blessađur, en hann er duglegur ađ taka lyfin sín og heldur meira og minna sönsum, svona yfirleitt. Ég ók honum á flugvöllinn og kvaddi međ kossi. Ţegar ég mćtti á ritstjórnarskrifstofu Baggalúts, hinsvegar, mćtti mér ţar ófögur sjón. Enter og Myglar í blóđugum slagsmálum og lá Enter sem dauđur vćri á gólfinu en Myglar hafđi vafiđ handklćđi um höfuđ sér og var ţađ alblóđugt. Ţegar ég innti hann eftir hvers kyns var, sagđi hann mér ađ ţá hafi alltaf langađ ađ ćfa hnefaleika, en aldrei mátt, sökum lagasetningar ţar ađ lútandi. Nú hefđi ţví banni veriđ aflétt og ţeir félagarnir vćru ţví komnir á fullt skriđ viđ ćfingar. Ţeir hefđu ţó veriđ "full-ćstir" í morgun.

Enter rankađi úr rotinu ţegar ég hellti yfir hann hálfum lítra af súrmjólk, Myglar hafđi misst töluvert blóđ og ţví keypti ég fyrir hann hráa lifur ađ maula, svo hann ynni sér upp ţađ tap.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182