Lesbók20.01.02 — Spesi

Símskeyti eru nú komin á svo tæknilegt form að fólk getur nú sent þau sín á milli án þess að þurfa milligöngu símstöðvar við. Ég hefi ekki farið varhluta af þessari þróun, enda afar tækniglaður og fylgist vel með því sem er í gangi í tækniheiminum (veit jafnvel meira en flestir um sívirku jafnfleytuna sem brátt kemur á markað).

Hið sama verður ekki sagt um alla. Bróðurparti síðasta föstudagskvelds eyddi ég í að taka við undarlegum skilaboðum í símann minn. Þótti Núma og Enter þetta heldur hvimleitt, enda var þetta okkar reglulega kotrukvöld. Var þarna á ferðinni einhver kvenmaður sem virðist ekki hafa kunnað betur á símann sinn en svo, að í stað þess að senda unnusta sínum ástarjátningar, fékk yðar einlægur að njóta orða hennar, og var ekki laust við að roði færðist í kinnar við þetta. Ég svaraði henni að sjálfsögðu í svipuðum dúr, en fljótlega virðist hún hafa áttað sig á skyssu sinni og hóf að ausa á mig svívirðingum um heftan þroska, misnotkun torkennilegra efna og óferjandi ungæði í gegn um símann. Varð mér svo mikið um við þetta að ég varð að leggjast fyrir, Núma til mikillar armæðu, enda við staddir á heimili hans. Þegar ég hafði safnað nægilegum kröftum fékk ég svo Enter til að styðja mig heim, svo ég gæti lagst til hvílu og reynt að gleyma þeirri geðshræringu sem þetta olli mér.

Af þessari reynslu minni hefi ég lært eftirfarandi: Kvenfólki er ekki treystandi fyrir hátækni. Kæru bræður! Séuð þér svo lánsamir að eiga konu skuluð þér að sjálfsögðu leyfa henni að nota þau tæki sem hún þarf við daglegt heimilishald, en haldið henni fjarri símum, tölvum, sjónvörpum og slíku. Að ég tali nú ekki um bifreiðar!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182