Lesbók19.03.06 — Enter

Ég þoli ekki allar þessar déskotans banka­aug­lýs­ing­ar sínkt og heilagt. Þoli þær ekki.

Allar eru þær frámuna­lega langar - og allar innihalda þær endalaus, flórsykurhúðuð myndskeið af misviðurstyggilega brosmildu fólki, sem ýmist er að skeina börnunum sínum eða dást að uppstilltum og raðgreiddum eigum sínum - við gerilsneyddan undirleik einhverra froðupyppilda.

Ofan á allan hroðann bætist svo lúshægur og slepjulegur upplestur innihaldsfrírra og merkingarskertra gífur­yrða úr samheitaorðabók Menningar­sjóðs.

Ullabjakk, gæti einhver sagt.

Svo er þetta sýnt linnulaust - á öllum stöðvum, öllum stundum. Manni er hvergi undankomu auðið frá gargandi tóma­hljóðinu, stílfærðri auðninni.

Óþolandi, gersamlega.

Ef þessir bankabesefar þurfa endilega að kasta peningum á glæ mættu þeir gjarnan gera það svo vammlausir viðskiptamenn þeirra sjái ekki til.

---

Og svona fyrst maður er að eyða orðum á þessa uppþembdu peningatanka. Hvað er eiginlega með þennan Íslandsbanka­umskipting, Glitni? Er mönnum fyllilega sjálfrátt þegar þeir slá upp andlitsmynd af manni með blæðandi ör og heftiplástur á enninu á heimasíðu stöndugrar fjármálastofnunar?

 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Dr. Herbert — Forystugrein
 
Myglar — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... 46, 47, 48, 49