Lesbók19.03.06 — Enter
Þetta fallega kvæði um vináttu manns og apa er ætlað þeim til áminningar sem allt halda sig þurfa, mega og geta.

Bróðir minn bavían
búinn á taugum
með blásvarta baugundir
blóðhlaupnum augum

Bróðir minn bavían
brostinn á geði
með heimsmynd og hafurtask
hugans að veði

Bróðir minn bavían
blauður og smáður
af gagnvirkri geldingu
græðginar þjáður

Bróðir minn bavían
barinn til jarðar
með þrálátum þökkum til
þess sem það varðar

Bróðir minn bavían
bugaði vinur
ég sé hvernig sæmd þín og
sakleysi hrynur

Bróðir minn bavían
borinn til grafar
þar leka þér lífshlaupsins
lapþunnu safar

Bróðir minn bavían
blessaður vertu
við deilum á dómsdegi
dýrindis tertu

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182