Lesbók19.12.05 — Númi Fannsker

Miðvikudaginn 14. desember snæddi ég hangikjöt í hádegisverð. Kjötið var borið fram með laufabrauði, grænum baunum, rauðkáli og kartöflum í uppstúfi. Með þessu drakk ég maltöl blandað saman í hárfínu jafnvægi við appelsín, límónaði.

Ég fann það strax á lyktinni að í vændum væri ljómandi góð máltíð. Þessi reyksoðni þefkraumandi ilmur sem skrúfar frá munnvatninu, hleypir fiðringi í magann og fyllir mann barnslegri jólapakkatilhlökkun. Bragðlaukarnir standa á stilkum, nasavængirnir flökta eins og frumskógarfiðrildi á sumarmorgni.

Og þvílík máltíð! Hver fruma í líkamanum hrópaði við hvern bita: „ Bravó! Skál fyrir Guði almáttugum, sem af gæsku sinni gaf mannfólkinu bragðlauka og húrra fyrir hans blessaða hangilambi reyktu“.

Laufabrauðið var líka fínt, sem og kartöflurnar og rauðkálið. Grænar dósabaunir eru hinsvegar viðbjóður sem ekki ætti að bera á borð fyrir heiðarlegt fólk.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182