Lesbók06.12.05 — Númi Fannsker

Heyrðu - það er nú meiri þrusuþátturinn þetta Kastljós! Ég veit ekki alveg hvað gerðist, ég er nefnilega ekki vanur að skipta um skoðun. Minnist þess nú bara ekki að hafa nokkurntímann gert það. Ekki nema þegar ég kaus framsóknarflokkinn í sveitarsjórnarkosningunum 1990. Þá skipti ég um skoðun um leið og ég sleppti atkvæðaseðlinum ofan í kjörkassann. En undanfarið hef ég sumsé lært að meta þennan beinskeytta, menningarlega fréttaskemmtiþátt. Þarna er nefnilega fjallað um alvöru málefni. Auðvitað má sosum deila um hversu mörg viðtöl ætti að taka við menn sem skreyta húsin sín fyrir jólin, 2-3 ætti að vera nóg - en fréttamennskan þarna ristir nú sem betur fer mun dýpra. Það var t.d. dásamlegt að heyra og sjá Þórhall siða Jón Ólafsson til eins og smástrák í byrjun óklippta viðtalsins fræga - og í raun ætti þetta viðtal að vera skylduefni í kennslu í viðtalstækni í hagnýtri fjölmiðlun, þar sem Jón kastaði sér brosandi ofan í alla þá pytti sem hann var leiddur að. Æði.

Eins var stórkostlegt að fylgjast með samtali prestanna um hommavígslur. Annar var svo fullur af náungakærleik að hann steingleymdi að hafa skoðanir á umræðuefninu og hinn endurtók það sama aftur og aftur. Þarna „kristallaðist “ eiginlega vandi Þjóðkirkjunnar í beinni útsendingu í Kastljósi. Ómetanlegt.

Öllu þessu stýrir svo hann Þórhallur Bond, eins og herforingi úr epískri Biblíuhollívúddmynd. En enginn Logi því hann er að fara að stjórna Gettu betur fyrir fullorðna á Stöð2. Klár strákur hann Logi, eða hvað?

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182