Lesbók02.11.05 — Númi Fannsker

Iss. Er nú komið frost! Tungufestandi, nasaklemmandi brunafrost. Úff. Hver hefur gaman að frosti? Skautafífl dansa innandyra hvortsemer, ekki nenna þau að þvælast úti í skítakulda. Merkilegt. Fyrir hvern er þetta andskotans frost eiginlega?

Um rigningu segir maður: „ tjah, hún er svo góð fyrir gróðurinn“, en hvurn fjandann segir maður um frost? Fyrir hvað er frostið gott? Ekki gróðurinn. Ekki dýrin. Ekki fólkið. Fjandakornið ekki mig. Það líður engum betur í frosti. Það er til einskis. Ónýtt. Drasl.

Gigtarsjúklingar fá í mjaðmir, gamlingjar húrra á hausinn, bílar klessa hver á annan. Þetta fjárans frost er ekki bara kalt, óþægilegt og leiðinlegt, það er líka dýrt - þjóðhagslega óhagkvæmt.

Burt með það, segi ég. Sá frambjóðandi í komandi borgarstjórnarkosningum sem getur lofað mér frostlausri Reykjavík árið 2006 fær mitt attkvæði. Og minna.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182