Lesbók31.08.05 — Númi Fannsker

Öllum herramönnum er nauđsynlegt ađ búa yfir grunnkunnáttu viđ hnýtingu hálsbindis. Slíkt er ţó ekki sjálflćrt og ţví viđ hćfi ađ birta hér leiđbeiningar viđ hinn sígilda bóndahnút sem svo er kallađur. En fyrst, fáein orđ um hálsbindi.

Efni skiptir mjög miklu máli ţegar bindi er valiđ. Silki er reyndar eina efniđ sem kemur til greina - helst handofiđ. Mynstur og litir eru vitaskuld smekksatriđi, en Baggalútur kýs einungis svart, einlitt. Áferđ og mýkt eru einnig smekksatriđi, en mikilvćgt er ađ bindiđ liggi rétt, sé ţćgilegt viđkomu og fallegt.

En vindum okkur í hnýtingu bóndahnúts:
Leggiđ hálsbindiđ yfir hálsinn ţannig ađ endarnir ţverkrossist eins og sést á skýringarmynd 1. Mikilvćgt er ađ gćta ţess ađ mjói endinn (dúllan) sé styttri en sá sveri (kólfurinn). Dragiđ kólfendann undir bindismiđju til vinstri (2). Ţegar hér er komiđ sögu er gott ađ spegla sig duglega, taka lokaákvörđun um hnútherslu og gera upp viđ sig hvort örugglega hafi rétt bindi veriđ valiđ.
Yfirkrossiđ bindismiđju í hćgri átt (3), gćtiđ ţess ađ krossun sé ţétt. Dragiđ ţví nćst kólfinn gegnum hálsop bindisins (kauliđ) (4) og aftur niđur gegnum lykkju (skolgat) ţá sem myndađist viđ yfirkrossun ţá sem lýst er á mynd 3 (5). Herđiđ (6).

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182