Lesbók31.08.05 — Númi Fannsker

Öllum herramönnum er nauðsynlegt að búa yfir grunnkunnáttu við hnýtingu hálsbindis. Slíkt er þó ekki sjálflært og því við hæfi að birta hér leiðbeiningar við hinn sígilda bóndahnút sem svo er kallaður. En fyrst, fáein orð um hálsbindi.

Efni skiptir mjög miklu máli þegar bindi er valið. Silki er reyndar eina efnið sem kemur til greina - helst handofið. Mynstur og litir eru vitaskuld smekksatriði, en Baggalútur kýs einungis svart, einlitt. Áferð og mýkt eru einnig smekksatriði, en mikilvægt er að bindið liggi rétt, sé þægilegt viðkomu og fallegt.

En vindum okkur í hnýtingu bóndahnúts:
Leggið hálsbindið yfir hálsinn þannig að endarnir þverkrossist eins og sést á skýringarmynd 1. Mikilvægt er að gæta þess að mjói endinn (dúllan) sé styttri en sá sveri (kólfurinn). Dragið kólfendann undir bindismiðju til vinstri (2). Þegar hér er komið sögu er gott að spegla sig duglega, taka lokaákvörðun um hnútherslu og gera upp við sig hvort örugglega hafi rétt bindi verið valið.
Yfirkrossið bindismiðju í hægri átt (3), gætið þess að krossun sé þétt. Dragið því næst kólfinn gegnum hálsop bindisins (kaulið) (4) og aftur niður gegnum lykkju (skolgat) þá sem myndaðist við yfirkrossun þá sem lýst er á mynd 3 (5). Herðið (6).

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182