Lesbók14.08.05 — Enter

Það var með hálfum hug sem ég dreif mig á nýjustu afurð leikstjórans David Dobkins, Boðflennur á biðilsbuxum eða Wedding Crashers, enda getur brugðið til beggja vona með þau reginósköp sem falla í flokk laufléttra sumarsmella.

Dobkins þessi á að baki miðlungsverkin Leirdúfur og Shanghænætur og er á svipuðum slóðum hér og í þeirri síðarnefndu. Treystir á hina gamalreyndu aðferð vonum-bara-að-leikararnir-bjargi-þessu.

Höfundar handrits, þeir Steve Faber og Bob Fisher hafa lítið sem ekkert annað á samviskunni í henni Hollywood, en eiga nokkuð góðan dag — sé gert ráð fyrir að þeir eigi alla brandarana en ekki aðalleikararnir tveir. Eigi þeir einungis fléttuna þá geta þeir pakkað saman. Hún er svo margþvæld og tuggin að ég held meir að segja að Richard Curtis myndi ekki snerta á henni.

Að þessu sinni eru það Owen Wilson og Vince Vaughn sem teflt er saman — og Ben Stiller hvíldur í eina mynd. Ekki verri samsetning en hver önnur. Þeir standa sig vel strákarnir.

Ef allt væri með felldu ætti hinn hlynsýrópshærði spjátrungur Owen Wilson að fara í taugarnar á mér - og raunar heimsbyggðinni allri. Hann leikur sama manninn í hverri myndinni á fætur annarri, hefur komist upp með það hingað til og gerir enn. Óborganlegur er víst orðið.

Vaughn er í góðu flippi í þessari mynd, betri en oft áður - meira skrípó. Christopher Walken er þarna líka, rekur upp stór augu öðru hverju og skilar sínu. Annað leikarakýtti er fínt og auðvitað mætir Will Ferrell í skyldubundið aukahlutverk og er fyndinn. Skárra væri það nú. Og já. Jane Seymour þarna líka, reynir hvað hún getur til að virka sexý, en er auðvitað bara dr. Quinn. Greyið.

Myndin er að öllu samanteknu bærileg skemmtan, heldur löng. Reyndar allt of löng. Nokkrir góðir brandarar, fáeinir virkilega góðir og merkilega fáir arfaslappir.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182