Lesbók21.01.05 — Enter

Enn er hann upp risinn, bóndadagurinn.

Nú ættu, ef allt væri með felldu, allir sómakærir íslenskir karlmenn að sitja lafmóðir á bæjarhlaði sínu, eftir að hafa hoppað á einum fæti kringum bæ sinn og útihús, íklæddir engu öðru en skyrtulafi og annarri buxnaskálminni. Því þannig ber húsbændum þessa lands jú að fagna þorra.

Ef allt væri með felldu. Já.

En þar sem ég einfætti mér tignarlega kringum húsalengjuna mína, sprengmóður í morgun­gaddinum klukkan fimm í morgun fékk ég ekki séð að margir kynbræður mínir sýndu þessum rammíslenska sið tilhlýðilega virðingu. Onei. Sennilega lágu þeir enn makindalega í bólinu og biðu þess skjálfandi af spenningi að makinn skakklappaðist fram úr og færði þeim ristað brauð, kaffi - og jafnvel eitthvað meððí.

Er virkilega svo komið að hægt sé að múta íslenskum karlpeningi með gúmelaði og uppáhellingi til að hunsa sjálfan verndardýrðling karlmennskunnar - Þorra konung?

Hafa menn virkilega selt sig meðalmennskunni fyrir fáeina svefndrukkna kossa - og alþjóðlegt tákn lágmenningar, niðurlægingar og úrkynjunar karllegra gilda; blóm - á sjálfan bóndadaginn?

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182