Lesbók23.11.04 — Númi Fannsker

Nú hefur skallapoppurunum Bob Geldof og Midge Ure dottið í hug að gefa út vinsælasta jólalag seinni tíma á nýjan leik. Gott og vel. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin - þannig.

Eða hvað? Hefur einhver heyrt þessa nútímaútgáfu kvæðisins um örlæti þeirra sem nóg eiga gagnvart minni máttar? Ég hef nefnilega gert það. Úff!

Lagið kemst ekki með sínar sykurmaríneruðu tær þar sem gamla lagið hafði hælana. Hvar er Paul Young með sína kristalsmjúku, en brothættu rödd? Hvar er kynvillingurinn með drengjaröddina og augnskuggann, Boy George? Bono er þarna reyndar en hljómar vita raddlaus - tilhvers í grængolandi fjáranum er verið að þessu? Af hverju eru Sugababes að þenja sig þarna? Og hvað á það að þýða að nauðga þarna inn rappkafla sem í rauninni er ekki neitt neitt.

Gott málefni. Jú. Víst er það. En helgar tilgangurinn alltaf meðalið? Væri hægt að láta Karlakórinn Stefni ropa We are the World - og ætlast til þess að fólk hellti úr buddum sínum í söfnunarbauka til styrktar svöngum útlendingum? Ég held ekki. Lagið hefði hinsvegar mátt gefa út á nýjan leik, það er ekki það - nákvæmlega eins, nema ögn hraðara kannski - eða bara órafmagnað. En þetta jaðrar við guðlast - ég segi það satt.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182