Lesbók05.05.04 — Enter

Jæja.

Þessa dagana snýst allt um að tryggja frelsi fjölmiðla.

Ekki ætla ég að fara að míga í þann bakkafulla farveg sem þetta frumvarpsgaspur er komið í, né heldur að kasta mér fyrir bununa frá þeim sem þurfa hvað mest að létta á sér í því samhengi öllu.

Hins vegar langar mig aðeins að staldra við þetta margumrædda frelsi, sem enginn fjölmiðill á að geta þrifist án.

Hvað súrstappaða þvæla er þetta eiginlega? Hvað halda þessar kaffimettu pennasugur, sem kalla sig fjölmiðlamenn, að þær séu? Hver hellti þá fulla af þeim lygapækli að þeir ættu að hafa eitthvert ekkisens frelsi í sinni umfjöllun, skrifum og myndbirtingum?

Eru þetta ekki vinnandi menn? Eru þeir yfir það hafnir að hlýða yfirboðurum sínum? Auðvitað ekki. Það þarf bara að aga þetta lið, segja því fyrir verkum og halda á mottunni.

Það er ekkert nema sjálfsagt að sá sem á annað borð eys þessa kjaftagleiðu vesalinga fé, fæðir þá, klæðir og kaupir handa þeim vatnsvélar og kaffipoka - sumsagt eigandinn, hafi bara allt um það að segja hvað birtist í viðkomandi miðli.

Hvaða sjórekni, sænskumælandi bavían haldið þið að nenni að eiga dagblað, sjónvarp eða annan miðil - og fá ekki að stýra því sem úr honum vellur? Fjölmiðlar eru atvinnutæki, áróðursmaskínur - ekki bara einhverjar kommúnur fyrir sjálfumglöð uppgjafaljóðskáld með mikilmennskubrjálæði.

Það er því miður ákaflega útbreidd og illkynja trú að þjóðfélagið þarfnist einhverra sjálfskipaðra sannleiksriddara, sem fást þegar öllu er á botninn hvolft við lítið annað en að strá glimmeri og glassúr yfir sína eigin skoðanamykju - og bera hana á borð fyrir almenning.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182