Lesbók16.04.04 — Enter

Hugsið ykkur bara, það er fábjáni sem stýrir voldugasta ríki veraldar.

Þeir hafa birst margir gegnum tíðina, fábjánarnir - og stýrt hinum og þessum ríkjum í mismikið glapræði, en þetta munnherpta, dillutroðna örverpi slær held ég öllu við.

Hvernig á að bregðast við svona blaðskellandi bavían? Þessi uppþornaði heimalningur skíður upp í hásæti heimsins með biflíu í rassvasanum og káfbófahött á höfði. Það getur náttúrulega ekki kjaftur sagt neitt. Það er vitanlega ekki hægt að gagnrýna kosningu á einstaka fábjána í sjálfu erkilýðveldi hinna sameinuðu þjóða - eins maðkétnar og maukrotnar og þær annars voru.

Ojæja. Það var svo sem ekki honum að kenna að einhverjir kjólklæddir fábjánar, austurlenskir, héldu í heilagt stríð gegn Kirsti og Kóki. Til að stöðva þá siðblindu geðfirringa hefði þó skrattakornið þurft manngufu með eilitla vitneskju, jafnvel smjörþef af annars konar menningu en því gerilsprengda svartholi sem þrumir þarna í vestri, rétt norður af Mexíkó.

Minni fábjáni hefði dugað.

Minni fábjáni hefði í það minnsta náð að halda þeirri ágætu blekkingu dulítið lengur á lofti að lýðræði hefði eitthvað að gera með frelsi, réttlæti og mannlega reisn.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182