Lesbók19.03.04 — Númi Fannsker

Forsetinn var í sjónvarpinu í gær, á báðum rásum. Hann er myndarlegur kall, forsetinn og kann að koma fyrir sig orði. Mér fannst hann svara skilmerkilega og ekki reyna að koma sér undan spurningum, að neinu ráði, eins og pólitíkusar gera svo gjarnan. Hinsvegar voru spyrlarnir bölvaðir dónar og sýndu forsetanum litla virðingu.

Aldrei ávörpuðu þeir forsetann með orðunum 'Herra forseti', aldrei hneigðu þeir sig fyrir forsetanum eða létu í ljós auðmýkt sína andspænis embættinu. Steininn tók þó úr þegar spyrlar beggja rása réðust á forsetann með frekjulegum frammígripum, ruddalegum athugasemdum og jafnvel dylgjum um að sjálfur forsetinn segði ekki satt! Þetta er vitaskuld óþolandi og mér er sem ég sæi þessa krakkaorma koma þannig fram við Frú Vigdísi á sínum tíma!

Ef til vill er núverandi forseti einfaldlega of alþýðlegur. Fábreyttur lífstíll hans og hversdagslegt fas verður máski til þess að sú lotning sem þjóðin sýndi Frú Vigdísi er ekki til staðar nú.

Við þessu eru vitaskuld aðeins eitt að gera. Frú Vigdísi verður einfaldlega að bjóða sig aftur fram til forseta og hefja embættið til fyrri virðingar.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182