Lesbók13.01.04 — Enter

Skelfing leiðast mér þessir sjálfhverfu fótboltatrúðar, sem í seinni tíð hafa komist að þeirri undarlegu niðurstöðu að þeir séu merkilegri en annað fólk - og um þá gildi þar af leiðandi önnur lögmál.

Það er vandséð hvor er uppblásnari, leikmaðurinn eða leðurpungurinn sem hann eltist við.

Þessir fótlipru sauðir valsa nú hver af öðrum úr hjörðinni, reka kollótt höfuðin í taugaveik smalagreyin, heimta péníng og bitlinga - og eyrnamörk frá hverju stórfyrirtækinu á fætur öðru.

Svo sitja þessi sjálfumglöðu kykvendi og jórtra kavíar og stera á hótelherbergjum heimsins, riðlast á nærtækum lömbum og bíða þess í makindum að þeir séu seldir hæstbjóðanda til slátrunar og átu.

Það sæi ég apana í öðrum og betri fjölleikahúsum heimsins hegða sér svona.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182