Lesbók10.12.03 — Enter

Mér er í nöp viđ Ozzy Osbourne.

Hann er heiladauđur villimađur, sem á árum áđur komst upp međ ađ kalla sig rokksöngvara - ţó hann vćri iđulega međ trantinn fylltan gúmmíleđurblökum, hćnsnum eđa túmatsósu - og kćmi aldrei upp öđru en djöfullegum hryglum og hvćsi.

Ţetta síđhćrđa rokksögulega ćxli grćđir nú peninga sem aldrei fyrr á ţví ađ starfrćkja fjölleikahús á heimili sínu ásamt lausgyrtri spúsu sinni og tveimur fitusprengdum afkvćmum.

Af einhverjum undarlegum ástćđum hefur ţessi fordćmalausi flóasirkús náđ vinsćldum - og ţví hefur hinn akfeiti heróínmettađi hrakfallabálkur, Ozzy, náđ ađ trođa sér inn í heimsfréttirnar - nánast daglega.

Ađ ósekju.

Nýjasta afrekiđ sem skók heiminn átti sér stađ í fyrradag. Ozzy ákvađ nefnilegast ađ vippa sér á bak fjórhjóli og leika sér svolítiđ. Međ ţađ í huga ađ ţessi hálfsextugi líknarbelgur getur međ naumindum stađiđ óstuddur kom ţađ ekki á óvart ađ hann skyldi kollsteypast af baki og brjóta í sér ţó ţau fáu bein sem leyndust í hlaupkenndum skrokknum.

Nú liggur vesalings Ozzy á spítala međ myndavél viđ hvert líkamsop. Greyiđ.

Megi hann liggja sem lengst.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182