Lesbók01.12.03 — Enter

Það hefur löngum þótt varhugavert að gefa hjarta sitt að illa ígrunduðu máli - hvað þá að gefa það út - og færa heilli þjóð á silfurfati, kryddað.

Þjóð sem í skammdegisleiðanum tekur endalítið við hvers kyns gróugjálfri; skreyttu, viðsnúnu, úrdregnu, fegruðu. Sönnu sem lognu. Sé það bara nógu krassandi. Sýni það ekki nema örskotsstund fram á að tilveran sé - þrátt fyrir allt - ömurlegri annars staðar.

Ég ætla hér ekki að eyða margþvældu og gegnblautu púðri í að níða niður háhælaðan skófatnaðinn af þeim lífsbeygðu hugfellum sem um þessi jól kjafta sig upp í rúm til þjóðarinnar. Eitt vil ég þó segja þeim sem sitja nú í svartnætti eigin hugskota og hyggja á svipuð mið á næstu vertíð:

Segið þeim sem þurfa að hlusta - ekki þeim sem vilja hlera.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182