Lesbók21.10.03 — Spesi

Það er kominn tími til að stinga aðeins á helgislepjuna í kringum móður Teresu.

Jú, vissulega lét hún mjög margt gott af sér leiða. Hún var hins vegar gædd því sama og fleiri sem fólk vill gjarnan hefja skilyrðislaust til skýjanna, t.d. Jónas Hallgrímsson, Mozart og Jesús: Mannlegum breyskleika og göllum.

Enginn er gallalaus og er móðir Teresa engin undantekning þar á:

  • Hún var í ákafri andstöðu við fóstureyðingar og sú ákefð náði yfir nauðgun, sifjaspell og lífshættu verðandi móður.
  • Helstu vinir hennar voru einræðisherrarnir Indira Ghandi, Jean-Claude Duvalier og Enver Hoxha.
  • Hún þáði háa styrki frá stórfelldum þjófum í sjóð sinn og lét sér fátt um finnast þegar kom í ljós að féð var illa fengið. Neitaði hreinlega að skila því.
  • Ofantaldir styrkir skiluðu sér fjarska misjafnlega til hinna fátæku og sjúku. Þegar hún veiktist hins vegar sjálf, þá dugði ekkert annað en það besta í heilsugæslunni og var öngvu til sparað.
  • Eins og við hin var hún hlaðin mannlegum breyskleika.
    Semsagt enginn dýrlingur. Eða hvað?

     
    Enter — Forystugrein
     
    Enter — Forystugrein
     
    Enter — Sálmur
     
    Númi Fannsker — Forystugrein
     
    Enter — Sálmur
     
    Spesi — Forystugrein
     
    Númi Fannsker — Forystugrein
     
    Enter — Forystugrein
     
    Enter — Forystugrein
     
         1, 2, 3 ... 180, 181, 182