Lesbók09.04.03 — Enter
Hann Rauðbjörn gestur minnti mig á þennan gamla kvæðisstubb þegar hann sagðist sakna þess að vera ástfanginn, það kemur víst fyrir okkur öll einhverntímann.

ég tendraði tíu kerti
tilefnið, auðvitað þú
fyrsta var augntillit, annað var bros
aðstæður, ljós númer þrjú

fjórða var fyrir orðin sem feimin við deildum á leiðinni heim
fimmta fyrir kossinn - þegar við vorum ein

sjötta var fyrir sársaukann meðan síminn þagði og tíminn beið
sjöunda - hringing um kvöldmat, rödd þín dálítið reið
við ræddum ekkert sérstakt - það er ást, hún þekkist um leið

áttunda kertið var eilífðin sem entist þetta haust
níunda kertið, nístandi kuldinn er nafn þitt varð heimilislaust

tíunda kertið er minningin um þig sem ert mér allt
skrítið, en það sem er hjartanu sykur
- verður sálinni salt

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182