Lesbók09.12.13 — Enter

Ég hef þungar áhyggjur af upprennandi íhaldsskorti á þessu landi.

Okkur vantar tilfinnanlega hlaunamikla og þungbrýnda íhaldsmenn sem þola illa breytingar. Og leiða þær helst hjá sér. Sem snupra frjálslynda ungliða og tukta til fégráðuga skammtímaleysingja.

Okkur vantar fleiri ferkantað þenkjandi ráðamenn sem telja ennþá fínt að mæta á æðri listviðburði og slafra í sig mæjóneshlöðnum snittum. Sem kaupa ennþá óárennilegar bækur og stilla þeim upp í hillur. Sem sitja ennþá hrjótandi fyrir framan sjónvarp og sussa meðan fréttatíminn gengur yfir.

Við þurfum á vaktina menn sem telja sér skylt að umbera djasstónlist. Heimstónlist jafnvel. Og láta sig hafa það að mæta á óperur og balletta — til þess að sýna sig og sjá aðra. Og snittast.

Okkur bráðvantar ofanígirta þröngsýna íhaldskurfa sem fussa yfir tækninýjungum. Treysta illa eða ekki framtíðinni og ríghalda í fortíðina.

Við þörfnumst manna sem skilja ekki endilega menningu, en nota hana. Skreyta sig með henni og fóðra hana.

Að öðrum kosti fyllist veröld okkar smám saman af listrunkurum annars vegar og frjálshyggjupungum hins vegar. Tvo ósamrýmanlega hópa sem vilja ekkert af hvorum öðrum vita. Hvað þá skiptast á gælum.

Og þá deyja báðir út.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182