Lesbók23.05.12 — Enter

Þessa áhugaverðu lesningu rakst ég á í vestur-íslenska tímaritinu Vínlandi, sem kom út í Manitoba 1902-1908:

„Pétur þessi kom frá Texas og þótti illur viðureignar. Hann var hérumbil jafn fyrirferðar á lengdina og þverveginn, með kafloðinn kjaft og augnabrúnir. Hann hafði ekki góðan mann að geyma, og fann upp á öllum skrattanum öðrum til meins. Hann var lygari, þjófur og eiturnaðra í þríeiningu. Og það þori eg að segja að Texas Pési horfði ekki meira í að drepa mann en fá sér að drekka – og honum varð þó ekki flökurt af sopanum piltinum þeim. Friðsamir menn töluðu hógværlega og létu hann alveg eiga sig; óróaseggjum holaði Pétur einhversstaðar niður úti á sandinum.“

Þetta gæti vakið áhuga þeirra sem muna eftir hinum velska og rauðklædda Ofurbangsa, sem var tíður gestur á skjám landsmanna á 9. áratug síðustu aldar. En hans erkióvinur var einmitt Texas-Pési.

 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182