Lesbók19.04.11 — Enter

Jamm og jæja. Þá er búið að samþykkja nýju, fínu fjölmiðlalögin á Alþinginu háa, með það að markmiði að tryggja „fjölræði í fjölmiðlum“, eins og það er svo lipurlega orðað.

Það lítur út fyrir að við piltarnir á „fjölmiðlaveitunni“ Baggalúti þurfum að ráða röskan fjölmiðlafulltrúa hingað á ritstjórnina.

Einkum til að sinna „skýrslugjöf fjölmiðlaveitna“ móta „ritstjórnar- eða dagskrárstefnu“, gefa árlega skýrslu um „hlutfall evrópsks myndefnis í línulegri dagskrá“ og auðvitað „hlutfall pantana á evrópsku myndefni í ólínulegri dagskrá“, halda utan um „birtingarmyndir kynjanna“, tilkynna „aðgerðir fjölmiðlaveitunnar til að vinna gegn staðalímyndum kynjanna“ - og garfa fyrir okkur í fleira tilfallandi snatti þessu tengdu.

Svona í ljósi þess að vefmiðill með engar tekjur gæti átt í smávægilegum erfiðleikum með að greiða 200.000 kr. dagsektir fyrir vanefndir á þessu stússi öllu.

Jú, og ætli það sé ekki best að þessi ágæti fulltrúi sé kvenkyns.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182