Lesbók07.10.10 — Enter

Skelfing er að horfa upp á þessar stjórnmálalufsur okkar sem missa eitthvað út úr sér sem fellur ekki í hið almenna og óvéfengjanlega kram.

Við fyrsta hanagal skjálfa þessi grey eins og lauf í vindi og snúast á staðnum, boðin og bún að éta allt heila klabbið ofan í sig. Og muldra svo miseinlægar afsökunarbeiðnir með fullan munninn.

Nú var hann Ásbjörn Óttarsson, meintur þingmaður, eitthvað að delera um listamannalaun. Óþarfleika þeirra og meint iðjuleysi listamanna.

Kjánalegt? Kannski. En annað eins hefur nú heyrst úr hægra horni stjórnmálaskúffunnar áður. Oft meir að segja. Og þá meira í alvöru en gamni.

Og hvað sem fólki finnst nú um slíkar yfirlýsingar þá var þetta í það minnsta einlæg skoðun þingmannsins þröngsýna – og gott ef það örlaði ekki fyrir einhverju sem í fyrndinni var kallað hugsjón.

Hann vill ekki hafa iðjulausa listamenn á spena ríkisins. Gott og vel, það er hans skoðun. Og um það má að sjálfsögðu ræða.

En nei. Hann Ásbjörn litli er að sjálfsögðu búinn að biðjast afsökunar, skelfingu lostinn við grimma glerlistamenn og illvíga akrýlmálara – og búinn að bakka með skottið lint og lafandi í bakraufinni.

Isspiss.

Af hverju getur þetta bakkpakk ekki staðið við skoðanir sínar? Eða í það minnsta orð sín. Hvort sem þau snúa að letilist eða frændarössum.

Er það til of mikils mælst?

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182