Lesbók12.01.10 — Enter

Fór að sjá þrívíddarhasarinn Avatar, sem sjálfsupphafningurinn James Cameron er búinn að vera að dúlla sér við frá því hann drekkti Leonardo DeCaprio hér um árið, sælla minninga.

Ekki var það nú merkileg reynsla – að undanskildu því að líta í kringum sig og finnast maður staddur í sal með u.þ.b. 400 stadistum úr Miami Vice.

Út úr skjánum spruttu berrassaðir spagettísskrýplar, þjakaðir af þjóðgarðablæti. Sveifluðu sér milli undarlegra trjáa og helíumhóla og stungu sér í samband við alls kyns torkennilegar pöddur í tíma og ótíma – með heltanaðan, útúrstrípaðan Kjartan galdrakarl á hælunum.

Isspiss.

Næst þegar ég finn hjá mér hvöt til að láta tyggja ofan í mig vemmilegan landverndaráróður þá bregð ég mér að sjá Skoppu og Skrítlu – í næsta þrívíddarleikhúsi.

 
Enter — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Spesi — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Spesi — Gagnrýni
 
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10