Lesbók22.12.08 — Enter

Nú keppast fyrirtæki hvert um annað þvert um að tilkynna fólki að þau sendi engin jólakort þetta árið. Sama gildir um stofnanir og hvers kyns hópa. Raunar virðist sem svo að enginn sendi jólakort þetta árið, því allir eru svo viðurstyggilega uppteknir við að láta andvirðið, sem svo er kallað, renna til góðra málefna. Sem er svosum gott og jafnvel blessað.

En hví í rauðnefjuðum roðamaurum renna þessir apakettir ekki bara sínu meinta andvirði þegjandi og hljóðalaust til sinna góðu og gildu málefna? Hvers vegna er verið að tönnlast á því í einhverjum afsakandi sparirafkveðjum?

Hverjum er ekki skítsama hvert ljósritunar- og frímerkjasleikigjaldið rennur? Þið þurfið ekkert að réttlæta það fyrir mér og mínum – og síst af öllu monta ykkur af því hve einstaklega eymingjagóð þið eruð alltaf hreint á aðventunni.

Ef þið tímið ekki að senda mér jólakort þá bara tímið þið því ekki.

Og ef þið þurfið endilega að losna við móralinn getið þið bara sleppt því að kaupa mjólk í kaffið á aðventunni og styrkt mig sem nemur bévítans andvirðinu.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182