Lesbók03.09.08 — Enter

Ég er ekki frá því að ég hafi loks fundið svokallaða heildarlausn. Gott ef hún er ekki alhliða. Ég hef sumsé fundið lausn á húsnæðisvanda listaháskólans – og almennum vandræðum Strætó að auki.

Hugmyndin er einfaldlega sú að flytja listaháskólann í strætó – eða strætóa nánar til tekið. Hægt væri að troða einum kennara í hverja leið, einum góðum myndvarpa – og svo auðvitað nemendum. Leið þrjú gæti verið fyrir trúðanemana, leið fjögur fyrir föndurdeildina, leið fimm fyrir prjóna- og hannyrðadeildina, leið 14 fyrir . Og þar fram eftir götunum, bókstaflega.

Lausnin er frábær vegna þess að:

1. Hún er flippuð.
2. Það er hvorteðer aldrei neinn í strætó.
3. Það er ókeypis fyrir nema í strætó.
4. Almenningur fengi að fylgjast með tímum, bæði utanfrá og einnig innanfrá, gegn sanngjörnu gjaldi.
5. Listnemar geta stokkið inn og út úr tíma, eftir flippþörf.
6. Ekki þarf að byggja sérstakt hús undir flippnámið.
7. Strætó fengi fullt að peningum, sem annars færu í að byggja og halda við flipphýsinu.
8. Listnemar eiga ekki bíl.
9. Hún er hagkvæm, einföld og framkvæmanleg – í alvöru.
10. Hún er sjúklega flippuð.

Ég legg hér með til að þessi alhliða heildarlausn verði framkvæmd, eins og sagt er, tafarlaust.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182