Lesbók08.04.08 — Spesi

Af einhverjum orsökum brá ég mér á dögunum á leiksýninguna Sá ljóti eftir Þjóðverjann Marius von Mayenburg (!) á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Ekki get ég sagt að ég hafi fyrirfram haft mikla trú á sýningunni og eru fyrir því nokkrar ástæður. Til að byrja með er afar hætt við að leikrit eftir Þjóðverja um ljótan mann verði hlaðið klisjum, enda þemað ef til vill of kunnuglegt þessari ljótustu þjóð Evrópu. Í annan stað átti ég erfitt með að ímynda mér að ungleikarinn Jörundur Ragnarsson gæti mögulega orðið sannfærandi í titilhlutverkinu, enda er hann alltof mikill dúllubossi til að geta talist ljótur. Í raun bara algert rassgat. En kannski er það bara mitt álit. Í þriðja lagi er mér ekkert um leikhús gefið. Finnst það almennt bara sjúklega leiðinlegt.

Nema núna. Þetta var nú aldeilis skemmtileg uppfærsla - og falslaus. Eða nánast eins falslaus og leikhús (sem er í eðli sínu musteri falskheitanna) getur mögulega verið. Lítið sem ekkert er notast við gervi, búninga eða leikmuni og bæði sviðsmynd og lýsing eru með einfaldara móti. Kannski var bara ekki mikið til af peningum. Eða kannski er þetta viljandi gert - einhvers konar "listræn ákvörðun". Hvernig sem það var hafði það þau jákvæðu áhrif að sagan og boðskapur hennar voru í fyrirrúmi. Sem aftur leiddi til þess að ég skildi hvað var að gerast í verkinu - eitthvað sem gerist æ sjaldnar nú til dags. Þá standa leikararnir ungu sig öll með prýði og verður áhugavert að fylgjast með þeim framvegis, hvort sem er í leikhúsi, sjónvarpi, á hvíta tjaldinu eða á síðum slúðurblaðanna.

Óhætt er að mæla með þessari uppsetningu við unga sem aldna (og fallega sem ljóta) því allir geta dregið heilmikinn lærdóm af boðskap hennar - burtséð frá útliti sínu. Ljóta fólkið fær hér í veganesti örlitla huggun harmi gegn á meðan við fallega fólkið erum áminnt um að fegurðin skapar ekki hamingjuna. Þó hún komi manni langleiðina.

 
Enter — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Spesi — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Enter — Gagnrýni
 
Spesi — Gagnrýni
 
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10