Lesbók30.03.08 — Númi Fannsker

Heyr á endemi! Ţađ er ţá svona sem samstarfsmenn mínir í ritstjórn drepa frítíma sinn.

Ég átti dulítiđ erindi hingađ á ritstjórnarskrifstofuna snemma í morgun (sunnudag) - óvenju snemma raunar. Ástćđan var sú ađ ég hafđi gleymt minnispunktunum mínum um hrygningu kuđungableikju í Ţingvallavatni á öndverđri Sturlungaöld, sem ég er ađ rannsaka um ţessar mundir. Eins og flestir vita.

Ég vaknađi sumsé um klukkan fjögur í morgun, sem er nokkuđ snemmt, venjulega fer ég ekki á fćtur fyrr en 5.30. En hvađ um ţađ. Ţar sem ég drakk morgunkaffiđ mitt og fletti minnisblöđunum mínum áttađi ég mig á ţví ađ minnispunktarnir, ţar međ taliđ teikningar af hugsanlegri yfirborđslögun Ţingvallavatns á hrygningarslóđum kuđungableikju, höfđu gleymst á ritstjórnarskrifstofunni.

Ég ákvađ ţví ađ fá mér spássitúr í morgunsáriđ vestur í Slipp, ţar sem ritstjórnarskrifstofa Baggalúts er til húsa. Ţegar ég nálgađist höfuđstöđvarnar rifjađi ég upp hversu notalega stund viđ áttum, félagarnir í ritstjórn, eftir vinnu á föstudaginn. Enter bakađi vöfflur og ég hitađi kókó handa félögum mínum. Spesi lék fyrir okkur nokkur ćttjarđarlög á harmónikku og allir sungu međ. Meira ađ segja Myglar og Herbert tóku undir, en ţeir voru staddir hér á landi í stuttu rannsóknarleyfi og sjálfur Kaktuz söng međ, um síma. Ţetta var dásamleg stund og einkenndist af djúpri og innilegri vináttu okkar í ritstjórn. Ég ţurfti hinsvegar frá ađ hverfa um áttaleytiđ, ţví skólafélagi minn og herbergisfélagi frá námsárum mínum í Gstaad Hauptschule var vćntanlegur í heimsókn til mín um níuleytiđ. Ég klćddi mig ţví í frakkann, reimađi á mig skóna, kvaddi og lokađi á eftir mér - rétt um ţađ leyti sem Myglar dró fram viskíflösku og kippti úr henni tappanum.

Ţegar ég svo, um fimmleytiđ í morgun, lauk upp ţessum sömu dyrum blasti viđ mér sláandi sjón: Allt var á rúi og stúi á skrifstofunni. Blöđ voru tvist og bast, hingađ og ţangađ, rispuđ hljómplata sendi frá sér í sífellu sömu línuna úr hinu viđbjóđslega Perhaps Love - međ John Denver (eftirlćtislag Enters), einar 16 viskíflöskur af ýmsum tegundum lágu ýmist brotnar eđa ekki - en allar galtómar - um allt gólf og ég veit ekki hvađ og hvađ. Myglar og Spesi lágu í fađmlögum undir skrifborđi, fullklćddir, nema hvađ Spesi hafđi af einhverjum ástćđum klćđst skyrtunni sem buxur vćru og notađi buxur Myglars sem höfuđfat. Ţađ ţýđir ţó ekki ađ Myglar hafi veriđ berleggjađur, neinei, hann hafđi séđ ástćđu til ađ stinga fótunum inn í ermarnar á ómetanlegum minkapelsi móđur minnar sem ég varđveiti fyrir hana á skrifstofunni (ţar sem honum er óhćtt). Um höfuđ sitt hafđi hann hnýtt hálsbindi og stungiđ undir stélfjöđur úr uppstoppuđum himbrima (sem ég var líka ađ varđveita fyrir móđur mína). Hann var ţví ekki ósvipađur índíána. Óvenju fölum međvitundarlausum, órökuđum og slefandi indíána reyndar.

Herbert lá hálfur út um gluggann. Hann hafđi slitiđ niđur gardínurnar, afklćđst og vafiđ ţeim um sig - ekki ósvipađ rómverskum tógaklćđum. Eins og Enter virđist líka hafa gert. Hann lá hrjótandi ofan á ljósritunarvélinni í fyrrgreindum tógaklćđum innan um afrit af, ađ ţví er virtist, sínum eigin afturenda.

Mér brá sumsé allilla viđ ţessa sláandi sjón og var vitaskuld efst í huga reiđi. Og almenn hneykslan. Hvurslags siđleysi er ţetta? Hvern fjandann á ţetta ađ fyrirstilla? Fullorđnir karlmenn sem ég hef litiđ á sem mína nánustu og bestu vini eyđa heilli helgi í ađ stunda úrkynjađ og viđurstyggilegt drykkjusvall og ólifnađ á vinnustađnum!

OG BJÓĐA MANNI EKKI EINU SINNI AĐ VERA MEĐ! Ţetta er náttúrulega skandall og ekkert annađ.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182