Lesbók29.03.08 — Enter

Baggalútur býður nú lesendum sínum, fyrstur íslenskra vefja, upp á rammíslenskar vefslóðir í öllum beygingarmyndum, eintölu.

Eftirfarandi slóðir eru hér með virkar:

baggalútur.is
baggalút.is
baggalúti.is
baggalúts.is

Hér er um mikið þjóðþrifaverk að ræða, enda eiga séríslenskir stafir sem kunnugt er mjög undir högg að sækja á netinu. Auk þess virðist ríkja þögult samkomulag um að vefslóðir skuli undanþegnar beygingarreglum í tal- og ritmáli, sem er jafn fráleitt og það er óþolandi.

Er það einlæg ósk aðstandenda baggalúts.is að öll sómakær vefsvæði fylgi þessu fordæmi og stuðli þannig að verndun og viðhaldi okkar góða tungumáls.

Þess ber að geta að vefslóðin baggalutur.is verður áfram virk, um sinn, til að koma til móts við þær tugmilljónir erlendra notenda sem sækja vefinn heim daglega.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182