Lesbók07.11.01 — Númi Fannsker

Perlan er föl! Perlan er föl! Glymur í eyrum mér þar sem ég geng um stræti Reykjavíkur. Perlan, himnahvelfingin stórbrotna, musteri bókmenntanna, matarkista stórmenna, útsýnisturn almúgans, er föl. Og hvað hyggjast væntanlegir kaupendur með Perluna? Fulltrúar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segja stöðina prýðilegt mötuneyti fyrir sérfræðinga sína á sviði geimskutluskotfimi, Dairy Queen, einnig í Bandaríkjunum, vill lyfta Perlunni á stall í líki risastórs brauðforms og bjóða þar til kaups rjómaís af flestum stærðum og gerðum. Kóka kóla fyrirtækið, í BNA, vill nota hana sem lager fyrir sykur og leynilegt gúmulaði sitt. Allt ber þetta að sama brunni. Nauðgarinn mikli í vestri vill komast yfir prýði Reykjavíkur, andlit höfuðstaðarins, musterið spegilfagra.
Einn er þó sá hópur sem ekki hefir haft sig mjög í frammi en hefir hvort tveggja, fjármagn og þörf fyrir kaup á slíku mannvirki. Eru það alþjóðleg samtök áhugamanna um astrófýsísk fræði og gjörkosmískar megineigindir, sem þar er átt við og myndi með kaupum þeirra rætast langþráður draumur um að hér á Íslandi rísi opinber stjörnusambandsstöð, sem nokkur von var til að risi í Smáralind. Sú von var að öngvu gerð fyrir tilstilli gæluhvolpa auðvaldshórunnar vestur í Amrikku. Þá mætti flytja Perluna á landsvæði samtakanna í Hveragerði og skeyta við hana samskiptatrjónu, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Ég skora því hér með á árshátíðarnefnd Orkuveitunnar að leita ekki langt yfir skammt í fjáröflun sinni.

Góðar stundir

Nú geturðu sent Núma tölvupóst!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182