Lesbók14.04.04 — Spesi

Um páskana lagði ég upp í enn eina ferð mína til Svínþjóðar, nánar tiltekið Stokkhólms. Var ferðin í senn ánægjuleg að mestu og róleg, enda Stokkhólmur mikill svefnbær eins og áður hefir komið fram og því tilvalið að dvelja þar þegar á helst ekki að gera neitt, ja nema sinna rannsóknum.

Svíar eru enn vangefnir, það hefir lítið breyst:

  • Allt lokar um áttaleytið, en þá skilst mér að hinn venjulegi Svíi fari að lúlla í litla hausinn sinn. Smábörn.
  • Kona nokkur vatt sér að mér á veitingahúsi þar sem ég sat við uppáhalds iðju mína og tilkynnti mér að "det er oartigt!" ("þetta er dónalegt!"). Freðýsa.
  • Svo lenti ég í áhugaverðu atviki þar sem meðal annars komu við sögu nokkrar léttvínsflöskur, aðeins of valdamikill ríkisstarfsmaður og tveir öryggisverðir. Meira um það þegar kæra mín vegna mannréttindabrota sænska ríkisins hefir verið afgreidd. Fasistar.
  • Í þetta skiptið fann ég ekki einn einasta apa. Eftir síðustu ferð hafði Númi stungið upp á að ég færi á Skansinn. Ég sagði honum bara að stinga þessum Skansi upp í svansinn á sér. Alltaf jafn hortugur, sá lúsablesi.

    Það var sumsé lítið sem kom á óvart í þessari ferð. Tel ég nú að rannsóknum mínum sé að mestu lokið og önnur ferð því ekki nauðsynleg, allavega næstu árin. Við tekur nú úrvinnsla gagna og að lokum mat á tilvistarrétti landsins. Ég er ekki bjartsýnn.

     
    Enter — Sálmur
     
    Númi Fannsker — Forystugrein
     
    Enter — Forystugrein
     
    Enter — Forystugrein
     
    Enter — Forystugrein
     
    Númi Fannsker — Forystugrein
     
    Enter — Sálmur
     
    Enter — Forystugrein
     
            1, 2, 3, ... 180, 181, 182