Lesbók27.03.03 — Enter

Það var sem mig grunaði.

Ég fór niður í Laugardalshöll í gær til að líta til með framkvæmdum fyrir landsfundinn og það fyrsta sem ég rak augun í var fálki sem hékk á veggnum, tákn flokksins. Ég trúði ekki mínum eigin augum - greip þéttingsfast í hárlubbann á næsta starfsmanni og dró hann að myndinni.

- 'Hvað á þetta að fyrirstilla?' hvæsti ég milli samanbitinna tanna. Strákrolan fölnaði upp og stamaði:
- '..þe-þetta er einkennisörninn.'
Ég herti takið tilfinnanlega og urraði:
- 'Þetta er sjálfstæðisFÁLKINN já - og hvað eru margar einingar í fálkanum?'

Ég sá skilninginn slokkna í andlitinu. Ég útskýrði, hægt:
- 'Einingar. Fálkinn er samansettur úr einingum. Teldu einingarnar.'
Eftir drykklanga stund og þjáningarfull heilabrot kom svarið:
- '..eee, 43?'
- 'Akkúrat. 43. Þrír í stéli. 21 í vinstri væng. 19 í þeim hægri.'

Löng þögn.

- 'Hvað er þá að?' spurði ég, þolinmóður að mér fannst.
- '..eee..of margir?' tuldraði hann gegnum svitagrímuna.
- 'OF MARGIR??? ÞEIR ERU OF FÁIR!' æpti ég og klessti nefið á honum upp við gogginn á fálkanum.
- 'Það skulu vera 47 einingar í fálkanum, örverpið þitt. Þrjár í stéli, 23 í vinstri væng og TUTTUGUOGEIN í þeim hægri! Ein fyrir hverja dyggð sjálfstæðismannsins!'
- '..ó.'

Ég þeytti viðmælanda mínum niður nálægan stiga og strunsaði öskuillur í burtu. Ég hellti mér síðan yfir skipuleggjendur sem allir svörðu af sér þessa vanvirðu við flokkinn- auk þess sem enginn vildi taka ábyrgð á því að fuglshelvítið var augsýnilega átta litatónum of ljóst.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182