Lesbók13.02.03 — Spesi

Mikið er leiðinlegt þegar fólk þarf að gera mál úr örlítilli stuðningsyfirlýsingu.
Síðustu jól afréðum við félagarnir að semja og taka upp fallegt lag í tilefni hátíðarinnar. Útkoman varð stórkostleg, en ekkert af þessu hefði gerst ef við værum ekki svo heppnir að þekkja gæðablóðið og snillinginn Karl Olgeirsson. Nutum því jafnt við sem lesendur Baggalúts góðs af kunningskap okkar við Karl og góðmennsku hans, en hann tók ekki eyri fyrir verkið.
Því þótti mér ekki annað við hæfi, þegar drengurinn leggur eins mikla vinnu og metnað í eitt verk eins og raunin hefir verið með þátttöku hans í Júróvisíon, en að styðja hann í einu og öllu og vonast til þess að stuðningur við hann geti haft góð áhrif.
Því miður hefir þessi stuðningur fallið í misjafnan jarðveg meðal einhverra lesenda okkar. Ekki ætla ég að hafa mörg orð um upphrópanir þeirra, enda fyrir neðan mína virðingu. Hitt er annað mál, að meiru bjóst ég við af sumum lesendum. Hinum, er sýnt hafa þessu framtaki velvilja og skilining, þakka ég kærlega heilindin og vona að þeir njóti þeirrar gæfu að eiga vini sem styðja þá þegar á reynir líkt og við höfum reynt að styðja Karl Olgeirsson til sigurs í Júróvisíon.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182