Baggalútur kynnir til leiks jólalagið "Jóla jóla sveinn"

Baggalútur tók til handagagns gamalt bandarískt þjóðlag og færði það í hátíðarbúning.

Það er ofurrokkarinn Tony Ztarblaster úr þýsku sveitinni Thundervolt sem þenur raddböndin.

Það eru svo ţeir Ţráinn Árni Baldvinsson, Jón Geir Jóhannsson og Guđni Bragason sem leika undir.

Góðar stundir og gleðileg jól

*** SÆKJA ***

JÓLA JÓLA SVEINN

(Vaaaaá! Eru ekki allir í jóla stuði?)

Oft er vont að vera jólasveinn,
að ég sé til, því trúir ekki neinn.
Hvað get ég gert til að sannfæra þig,
það er ekki erfitt að trúa á mig.
Ég kem on'af fjöllum, á sleða úr tré,
í eldrauðum galla, með skegg niðrá hné.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.
Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ef einhver setur gott í skóinn þinn,
þá er það ég, en ekki pabbi þinn.
Ég hendist um, puða eins og svín,
en heiðurinn, fær mamma þín.
Ég kem með gjafirnar ár eftir ár,
er nema von, að ég verði sár?

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.
Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.
Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.

Hefur mér tekist að sannfæra þig?
það er ekki erfitt að trúa á mig.
Sannið þið til, þið skuluð sjá,
hér er ég kominn, fariði frá.

Ójá, ég er jólasveinninn ykkar, og ég er víst til!

Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.
Ég er jóla, jóla, jóla, jólasveinn.
(Endurtakist endalaust)