— GESTAPÓ —
Finnskunámskeið
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5 ... 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/5/08 12:58

Kiddi, geturðu frætt okkur um samhljóðavíxl í beygingum og hvernig best er að muna hvenær maður á að beita þeim og hvenær ekki? Þetta er nokkurnveginn það eina í stílhreinni málfræði finnskunnar sem útilokað er að muna rétt.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 20/5/08 18:57

Kiitos kiittämästä, Herra Tasavallan Presidentti.

Til að læra finnsku í alvöru væri kannski ráðlegast að finna sér kennslubók í finnsku fyrir útlendingana, td. Suomea suomeksi, finnska á finnsku sem Helsinki-Háskólinn hefur gefið út. Þar er farið að svona í röð og byggjandi þetta upp í rólegheitum.

Annars er alveg glás af germönskum og skandinavískum orðum í finnskunni. Bara í eldhúsi sér maður tuoli (stóll), kannu, pannu, kuppi (sbr. koppur, merking: bolli) lamppu, hella (eldavél) og svo mætti lengi telja. Einnig erum við með nokkur gotnesk orð í upphaflegri mynd, með -s í endanum og ekki -r, eins og "kuningas" (konungur) eða "rengas" (hringur).

Hlebbi, það er nú ekki lítið sem þú bíður um. Meinar þú þetta eins og

Tyttö: tytön (stelpa, stelpunnar) eða

Poika: pojan (strákur, stráksins)

Þar sem sum samhljóð breytast ínni í orðinu (se er frekar erfitt fyrir útlendingana sem læra finnsku) en ávallt ber muna, að sjálf beygingarendingin sé alltaf eins, eins og -n í eignarfalli.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lepja 20/5/08 18:59

Er það rétt að það finnst ekki f í finnsku?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 20/5/08 19:05

Já, eða segjum að ekki upphaflega. Ekkert f í eldri finnskum orðum, en nú erum við með fullt af tökuorðum sem f er í, eins og "Faarao" sem var konungur í Egyptalandi til forna. Og svo hefur f verið lengi í mállýskum vestanlands, þar sem sænska áhrifin hefur verið sterkast.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lepja 20/5/08 19:25

Fyndið að það finnist ekki f í frumfinnsku. Finnst mér sko.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/5/08 23:59

Þeir leystu þetta f-mál skemmtilega með því að bera fram h og v. H-ið er jú óraddað og gefur eftirfarandi v-i því þann blæ að minna svolítið á f. Erkidæmið um þetta mun vera kahve (man ekki hvort það endar á e eða öðru hljóði, er mjög farinn að ryðga í því sem lærði í Inngangi að finnsku).

Fyrir okkur norrænumennina er mjög gaman að skoða orð sem finnska fékk að láni úr norrænu fyrir árið 800, þ.e. fyrir svokallað „stóra brottfall“ (synkope) þegar áherslulétum atkvæðum var kerfisbundið mokað út úr málinu og eftir skildir samhljóðaklasar. Þá varð til mál lansdnámsmanna Íslands.

Þannig eru orðin sem Kiddi nefnir, „kuningas“ 'konungur' og „rengas“ 'hringur', nær samhljóða frumnærrænu orðunum kuningaR og hringaR. Stóra R-ið í norrænu er raddað s-hljóð, oft ritað z.

Skoðum þessi dæmi og nokkur fleiri:

Finnska <-- Frumnorræna --> Fornnorræna --> Nútímaíslenska
nauta <-- nauta --> naut --> naut
kuningas <-- kuningaR --> konungr --> konungur u>o = a-hljv.
rengas <-- hringaR (< hrengaR) --> hringr --> hringur finnska vill ekki hafa samhljóðaklasa í framstöðu, því hvarf h-ið.
kulta <-- gulta (>gulla) --> gull (goll) --> gu[d]l finnskt k hefur sama hljóðgildi og norrænt lokhljóðs-g.
pura <-- boraR --> borr --> bor finnskt p hefur sama hljóðgildi og norrænt b u>o = a-hljv.

Síðara (síðasta) sérhljóðið í finnsku orðunum vitnar því um brottfallna sérhljóðið í fornnorrænu. Það hljóð skiptir máli fyrir beygingar í nútmamáli okkar því beygingarflokkarnir taka mið að því (a-stofnar, i-stofnar o.s.frv.). Þau valda líka samsvarandi hljóðvarpi ef forsendur eru til: a-stofn veldur a-hljóðvarpi, i-stofn i-hljóðvarpi o.s.frv.

Það skiptir máli fyrir rannsóknir á norrænu að geta skoðað finnsku tökuorðin því að ritheimildir um frumnorrænu eru aðeins rúnasteinar sem eru mjög fáir, mjög stuttorðir og býsna einsleitir að auki. Flest orð þarf því að endurgera samkæmt tillögum málfræðinga til að sjá hvernig þau voru í frumnorrænu. Hér koma finnsku tökuorðin til hjálpar því að þau hafa ekkert breyst í tímans rás og hafa rennt styrkum stoðum undir endurgerðaraðferðirnar. Því hefur finnska verið kölluð frystikista norrænnar málsögu og eiga Finnar heiður skilinn fyrir íhaldssemina.

Loks má geta þess að tökuorð úr finnsku í norrænu eru sjaldgæfari. Sem stendur man ég ekki eftir neinu fornu dæmi en eftir að norrænu málin greindust fékk sænska að láni finnska orðið pojke 'strákur' og þykir það nú rammsænskt. Eins er finnska alþjóðaorðið sauna vel þekkt en það barst þó fremur seint yfir í norrænu málin.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 21/5/08 00:03

‹ýtir á prenta og fer inní rúm að lesa se´r til ánægju og fróðleiks›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/5/08 00:35

Frábær þráður. Gaman væri að stúdera þetta tungumál þegar minna verður að gera. (Grínarinn Hlebbi myndi nú eflaust vilja senda mig á íslenskunámskeið fyrst.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 21/5/08 00:37

Isak Dinesen mælti:

Grínarinn Hlebbi myndi nú eflaust vilja senda mig á íslenskunámskeið fyrst.

a: Ég grínast aldrei
b: Ég vil ekkert senda þig á íslenskunámskeið. Nema þig langi, auðvitað.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 21/5/08 08:04

Innlegg Hlebba er stórskemmtileg. Ég verð að víðurkenna, að ég er ekki málafræðingur, ég er bara áhugamaður og þess vegna vantar mig ymislegt svona hér og þar.

Kaffi endar reyndar með -i, það er KAHVI á finnsku.

Og fat er vati og fil er viila (fil er sænska, þjöl á ísl.)

Annað finnskt tökuorð í sænskunni ku vera "känga", borið fram tsjenga, og er úr finnsku "kenkä" og þýðir skó.

Án þess að nefna finnlandsænsku. Þeir "Strandasvíarnir" okkar slétta stundum svolitið úr finnsku og snúa finnsk orðatiltæki beint ýfir á sænsku, sem verður þá óskiljanlegt fyrir venjulega Stókkhólmsbúa.
Eins og þegar maður er með einkahagsmuni að gæta, segjum við á finnsku:

Minulla on oma lehmä ojassa.

Finnlandssænskan:
Jag har min egen kú í diket.

Og þýðir:
Ég er með mína eigin belju í skurðinum.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/5/08 15:40

Ég vil fá meira af þessu!

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 21/5/08 18:27

Svo er hér eitt til:

Þegar þarf að taka upp eitthvað erfitt mál sem þarfnast ákvarðarnir, þá segir Finninn:

Nyt me nostamme kissan pöydälle.

Á finnlandssænsku:

Nu ska vi lyfta katten på bordet.

Bein þýðing á íslensku:

Nú skulum við lyfta kettinum á borðið.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 21/5/08 18:30

Günther Zimmermann mælti:

Kiddi Finni mælti:

Jæja. Norsarinn bara sniðugur... skemmtilegt hjá þeim, og góður leikur. En sannast sagna finnst mér nú frekar litill kraftur í þessum "fana" þeirra, fjandinn er nú talsvert skárri, en þá heyrist í þrumum og hnífurinn fer í loft þegar kallað er "perkele".

Eða er það kannski að manni finnst blót á útlensku ekkert í alvörunni?

Perkele er annars athyglisvert orð og dæmi um breytingu þegar kristnin kom. Þá breytist perkele í nafn á andskotanum, upphaflega var Perkele eða Perkunas eins og Litháuar kalla hann, þrumugoð Balta og æðsti guð þeirra. Nafnið þýðir "Drottinn eikanna".

Annars Günther, hefur þú tekið eftir falla- og sagnorðakynningum þarna á fyrri síðum?

Þá er perkele af sömu rót og djöfullinn hjá okkur. Guðinn Týr varð í forngermönsku að því orði sem er teufel í þýzku og djöfull í íslenzku í dag.

Jú, samantektina var ég búinn að lesa yfir einu sinni, reyndi aftur en þá brann eitthvað yfir og ég varð að leggja mig!
Hafðu kæra þökk fyrir viðvikið. Mikið rosalega er erfitt að komast inn í tungumál þegar maður þekkir enga orðstofna. Ég tek ofan fyrir íslenzkufærni þinni.

Er annars djöfullinn virkilega úr "teufel" og Tyr? Ég hef lengi haldið að það orð kæmi úr Nýja Testamentinu, grisku "diabolos", "sundrarinn" eða rægikarlinn? Diabolos eða Devil eða Djävel er nú í mörgum málum...

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 21/5/08 20:48

Djöfull er gamalt tökuorð í íslensku, svo gamalt að það er komið beint úr fornsaxnesku: diabol. Fornsaxneska er móðir lágþýsku, hollensku og frísnesku.

Fornsaxneskan fékk orðið svo lánað úr latínu: diabolus en latína aftur úr forngrísku: diábolos og merkir það 'rógberi' á því máli. (Hrá þýðing forngrísku orðhlutanna dia og bolos mun vera 'yfir kastar' en merkingin er þó þessi.)

Djöfull er því útlensk samsvörun rammíslenska orðsins rækall sem er stytting á rægikarl.

Týr gamli kemur hnis vegar ekkert við sögu al þessu sinni.

Hér kemur finnska hvergi við sögu og biðst ég forláts á þráðaráni. E.t.v. ættum við að stofna þrá um orðin okkar og frændgarð þeirra.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 22/5/08 05:27

Skemmtilegur fróðleiksmoli um finnsku, það er engin áhveðn geinir í finnsku. Semsagt orðaröð og samhengi segir til um hvort hlutur sé einhver tiltekin eða yfirleitt.
dæmi
kadulla on auto á götunni er bíll
Auto on kadulla bíllin er á götunni, reyndar væri bein þýðing "bíll á götuni"

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/5/08 07:51

Svo skilst mér að eitt sé sérstakt við finnsku: Þeir gera ekki greinarmun á hann og hún.

Finni sem ég þekki (og sem lærði góða íslensku á hálfu ári, klárt fólk í Finnlandi) var mikill Harry Potter aðdáandi , og las bækurnar aftur á íslensku. Það kom henni mikið á óvart að einn húsálfurinn var kvenkyns. (Nú man ég ekki nafnið á þeim húsálfi.)

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/5/08 08:09

U K Kekkonen mælti:

Skemmtilegur fróðleiksmoli um finnsku, það er engin áhveðn geinir í finnsku. Semsagt orðaröð og samhengi segir til um hvort hlutur sé einhver tiltekin eða yfirleitt.
dæmi
kadulla on auto á götunni er bíll
Auto on kadulla bíllin er á götunni, reyndar væri bein þýðing "bíll á götuni"

Hvernig myndi maður þá segja "bíllinn er á götu"?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 22/5/08 08:21

Billinn er á götu?

Þarf maður að segja svona?

Þegar eitthvað er nýtt og er kynnt, þá er það oft aftast í setningunni,

Kadulla on auto. Þá er billinn nýkominn í söguna. En þegar spurt er, hvar er billinn?
Missä auto on? er svarið

Auto on kadulla.

En ef þurfti segja, að ákveðinn bill sé á óákveðinni götu, virkilega, þá verðum við að segja að "sá bill er á einhverri götu"

Se auto on jollain kadulla.

Var þetta það sem þú spurðir?

Timburfleytarinn mikli.
        1, 2, 3, 4, 5 ... 9, 10, 11  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: