— GESTAPÓ —
Kílómetrar
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/5/08 16:30

Getur einhver hérna sagt mér svona um það bil hvað það eru margir kílómetrar að keyra á Reyðarfjörð norðurleiðina, og hvað það eru margir km suðurleiðina?
(Það dugir líka að segja mér ef einhver veit t.d. vegalengdina báðar leiðir á Egilstaði eða aðra nálæga bæi)

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 2/5/08 16:35

Það eru rúmir 700 km hvora leiðina sem þú ferð.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 2/5/08 16:37

Reyðarfjörður - Reykjavík - Reyðarfjörður

595 Hellisheiði, Skeið, Þjórsárdalur, Sprengisandur, Ódáðahraun, Fiskidalsháls, Fagridalur
631 Hellisheiði, Skeiðarársandur, Öxi, Þórdalsheiði
677 Hellisheiði, Skeiðarársandur, Sunnfirðir, Fáskrúðsfjarðargöng
687 Hvalfjarðargöng, Borgarfjarðarbrú, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Háreksstaðir, Fagridalur
729 Hellisheiði, Skeiðarársandur, Breiðdalsheiði, Fagridalur
797 Hvalfjarðargöng, Borgarfjarðarbrú, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Háreksstaðir, Breiðdalsheiði, Sunnfirðir, Fáskrúðsfjarðargöng

Kílómetrarnir eru feitletraðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/5/08 16:48

Ok flott. Þá ætti þetta að reddast. Takk!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 2/5/08 16:50

Ertu að fara að vinna á Reyðarfirði í sumar Tigra?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 2/5/08 16:58

Það eru 11 kílómetrar heiman frá mér og í vinnuna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 2/5/08 16:58

Apríl mælti:

Ertu að fara að vinna á Reyðarfirði í sumar Tigra?

Veit það ekki enn fyrir víst, en það gæti stefnt í það já.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 2/5/08 16:59

Álkisi. Ættir að geta smíðað alvöru Battlecat búning úr áli.‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 2/5/08 17:33

En það er ekki símasambans á Reyðarfirði. Og engin sjónvörp og engir bílar. Þetta er eins mikið sveitó og hægt er. ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 2/5/08 17:35

Með "sveitó" áttu væntanlega við "frábært", þú færir ekki að nota "sveitó" í niðrandi merkingu, er það?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 2/5/08 17:43

Útvarpsstjóri mælti:

Með "sveitó" áttu væntanlega við "frábært", þú færir ekki að nota "sveitó" í niðrandi merkingu, er það?

Nei B.Ewing notar örugglega ekki orðið „sveitó“ í niðrandi merkingu, það er eitthvað svo 80´ís!
Sveitó í dag merkir forréttindi. Það að eiga hús og heimili uant þéttbýlis í dag eru forréttindi sem því miður ekki allir fá að njóta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/5/08 18:18

Pilturinn: Getið þér selt mér einn metra af pylsum?
Slátrarinn: Hér seljum við pylsur í kílóatali, ekki metratali!
Pilturinn: Getið þér þér þá selt mér einn kílómetra af pylsum?

Þessi ágæta skrýtla var í barnablaðinu Æskunni þegar ég var barn. Þetta var fjarskalega vont blað, ár eftir ár. Skrýtlur á borð við þessa voru sennilega einna skásta efnið.

Heiti þráðarins minnti mig á þetta og biðst ég velvirðingar á þessum útúrdúr frá landmælingaumræðu þeirri ágætri sem hér fer fram.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Apríl mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

Með "sveitó" áttu væntanlega við "frábært", þú færir ekki að nota "sveitó" í niðrandi merkingu, er það?

Nei B.Ewing notar örugglega ekki orðið „sveitó“ í niðrandi merkingu, það er eitthvað svo 80´ís!
Sveitó í dag merkir forréttindi. Það að eiga hús og heimili uant þéttbýlis í dag eru forréttindi sem því miður ekki allir fá að njóta.

Svona villa er einmitt svakalega sveitó.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 2/5/08 18:23

Einn gamall en nettur mælti:

Apríl mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

Með "sveitó" áttu væntanlega við "frábært", þú færir ekki að nota "sveitó" í niðrandi merkingu, er það?

Nei B.Ewing notar örugglega ekki orðið „sveitó“ í niðrandi merkingu, það er eitthvað svo 80´ís!
Sveitó í dag merkir forréttindi. Það að eiga hús og heimili uant þéttbýlis í dag eru forréttindi sem því miður ekki allir fá að njóta.

Svona villa er einmitt svakalega sveitó.

Mér finnst þessi villa ekkert frábær.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 2/5/08 18:28

Einn gamall en nettur mælti:

Apríl mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

Með "sveitó" áttu væntanlega við "frábært", þú færir ekki að nota "sveitó" í niðrandi merkingu, er það?

Nei B.Ewing notar örugglega ekki orðið „sveitó“ í niðrandi merkingu, það er eitthvað svo 80´ís!
Sveitó í dag merkir forréttindi. Það að eiga hús og heimili uant þéttbýlis í dag eru forréttindi sem því miður ekki allir fá að njóta.

Svona villa er einmitt svakalega sveitó.

Sveitó sem ég er stolt af.
Auðvitað átti þetta að vera utan þéttbýlis. Ef þið getið ekki unnt mér lesblinduna, þá þið um það.
Þið verðið hvorki meir né minni menn fyrir vikið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 2/5/08 18:56

Kílometrarnir eru svipaðir báðr leiðir. oftar fer ég norðurleiðina því þar eru vegirnir betri. Suðurleiðin er seinfarnari en síður ófær að vetri til. Tekurðu þann kjaftstóra með þér?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 2/5/08 19:01

Hér má lesa um langan kílómetra í boði Helga Hálfdánarsonar.

Nei! og ekki tókst það. *Eg hef verið að reyna að senda ykkur linkinn á kílómetratal Helga.
En gefst bara upp á því. Þið finnið boðskapinn bara einhvern veginn sjálf.
‹Dæsir mæðulega, lítur út um gluggann og sér vonleysis sortann í aðsigi›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 2/5/08 19:15

Jæja! Hér er linkurinn í fullri lengd.

http://www.baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?p=841878#841878

Mér er eitthvað svo mikið í mun að þið lesið þetta og fræðist.
‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›
Njótið þess að lesa og fræðast!

     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: