— GESTAPÓ —
Hvað þýðir orðið og um hvað er það notað
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 29/4/08 02:54

[b]Ég fletti þessu til öryggis upp í orðabók og þar stendur að grubba sé þoka en grubbuveður vont sjólag- leiðindaveður á sjó.
Annars sagði ég ekki skítabræla heldur bræluskítur og þar er munur á. Skítabræla er mun verri en bræluskítur.
[/b]

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 29/4/08 08:54

Þetta er rétt Vímus. Grubba er líka notað um mat, ef mat skildi kalla. Ef enginn þekkir þá notkun orðsins þá á Vímus réttinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 29/4/08 19:06

Apríl mælti:

Þetta er rétt Vímus. Grubba er líka notað um mat, ef mat skildi kalla. Ef enginn þekkir þá notkun orðsins þá á Vímus réttinn.

Vímus verður Vímusi í þágufalli. En ef einhver Íslendingur kallar mat grubbu, þá er það enskusletta, af orðinu grub.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Apríl 29/4/08 19:11

Günther Zimmermann mælti:

Apríl mælti:

Þetta er rétt Vímus. Grubba er líka notað um mat, ef mat skildi kalla. Ef enginn þekkir þá notkun orðsins þá á Vímus réttinn.

Vímus verður Vímusi í þágufalli. En ef einhver Íslendingur kallar mat grubbu, þá er það enskusletta, af orðinu grub.

Ég notaði ekki þágufall Günther Zimmermann. Ég sagði ekki að þetta væri rétt hjá Vímusi, heldur einfaldlega þetta er rétt Vímus (nefnifall)

Svo má vel vera að orðið grubb sé ættað frá Englandi eða frá öðrum enskumælandi löndum. Samt sem áður er orðið til í íslenskri tungu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Innherji. 29/4/08 23:40

Það var rétt, láttu Günther heyra það. Alltaf sama helvítis montið í honum. ‹Ljómar upp›

Mafíuspilari.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/4/08 00:27

Veit einhver annar en ég hvað nálablók er?

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/4/08 05:30

Sprautufíkill?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 30/4/08 05:52

Innherji. mælti:

Það var rétt, láttu Günther heyra það. Alltaf sama helvítis montið í honum. ‹Ljómar upp›

Ohh, ætli þú myndir ekki monta þig líka ef þú gætir eitthvað.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/4/08 14:07

Góð hugdetta Billi en ekki er það samt rétt.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 30/4/08 14:23

Þetta er ágiskun, en er það svona hanski sem er notaður þegar á að sauma með stóru náli , ekki með fingra heldur með málmskifu með holum í lofanum svo að hægt yrði að ýta á nálinu?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/4/08 14:27

Ekki var það rétt.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Oddur frændi 30/4/08 14:29

Gatið sem nál er fest á sprautu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 30/4/08 14:30

Netagerðarmaður?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/4/08 14:33

Ekki heldur rétt en hér kemur góð vísbending.

Og þegar næsta alda reis og yfir dallinn gekk
sveif nálablókin eins og engill uppá bátadekk.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Oddur frændi 30/4/08 14:34

Loftnetsmastur á bát?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/4/08 14:37

Nei.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Oddur frændi 30/4/08 14:44

Ílát undir netaviðgerðanálar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 30/4/08 15:20

Nei en þú ert býsna heitur.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: