— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/08 23:10

Hérna er skemmtileg rímæfing, stolin úr vísnaþætti DV frá árinu 2002 (sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson var með), svo ég skrifi orðrétt upp úr þeim þætti:

Tilvitnun:

Þessi háttur samanstendur af tveimur braglínum sem stuðla saman á venjulegan hátt. Hins vegar er rímið harla óvenjulegt. Það hefur hlotið nafnið skiptirím og felst í því að orðin sem ríma skiptast á upphafsstöfunum. Þannig yrði „músin sem læðist“ „lúsin sem mæðist“ og „skiptirím“ verður „riftiskím“
-
Sumir stuðla hvora braglínuna fyrir sig, þá er ekki höfuðstafur í seinni línunni heldur koma þar nýjir stuðlar.

Dæmi:

Mun ég ávallt mæra glasið
Þá kemur gjarnan glæra masið.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/4/08 23:30

Reiddi ég fram rauða dollu,
dró úr henni dauða rollu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 5/4/08 23:36

þegar Rambo reykir vindil
reykur oftast veikir rindil

‹púff›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Garún 5/4/08 23:41

tóbak bannað tekur rettu
slekkur í og vekur Mettu
‹Starir þegjandi út í loftið›

[Fyrir utan að það þarf að stuðla, þá hefði rímið þurft að enda á „rekur tettu“ til að passa.. Skabbi]

Ég er feimin og lítillát og þoli gríni.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/4/08 00:25

Alltaf vill hún Anna Björk
barnanafnið banna Örk.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 6/4/08 00:52

Þóra greyið þreytt og svöng
þjáðist einnig sveitt og þröng.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 3/9/08 14:49

Þursinn sem að þarna bjó
borðaði oft barna þjó

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 3/9/08 21:31

Í hraðleið 4 Hagar - Sund,
Sadistast og sagar hund.

‹Heldur að þetta sé í lagi en nennir ekki að tékka á því›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: