— GESTAPÓ —
Bönnum margar götur með sama nafni strax !
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/2/08 18:08

Ég held að þessi sem ekki vill láta nafns síns getið standi á bakvið þetta.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/2/08 18:14

Það er gott að búa í ónefndum bæ!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/2/08 19:37

Það virðist ótrúlega lítið um götur í umræddu sveitarfjelagi sem heita sama nafni og götur í öðrum nálægum sveitarfjelögum. Hinsvegar finnst oss grunsamlegt að Hafnarfjarðarvegur skuli vera í Kópavogi en eigi í Hafnarfirði. Samkvæmt því ætti Kópavogsbraut eigi að vera í Kópavogi en svo er hún samt þar. Þetta ósamræmi í nafngiftum er óviðunandi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 25/2/08 19:44

Er þetta ekki líka spurning um hvor gatan kom á undan?
Hvor er eldri Lækjargata í Hfn eða Rvk? Hvor Hringbrautin er eldri?
Á sú eldri ekki meiri tilverurétt en hin?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 25/2/08 19:58

Í þessum þörfu umræðum er eitt að gleymast.
Hringbrautirnar eru í raun þrjár.
Hringbraut
Hringbraut og
Gamla hringbraut.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 25/2/08 20:07

Ah. En það er hægt að keyra hring á gömul hringbraut og nýju! ‹Ljómar upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 25/2/08 20:11

Ekki án þess að fara aðrar götur í leiðinni, njarðargata er á miðri leið.
Er hægt að eyða henni ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/2/08 21:24

Ég er hjartanlega ósammála umræðunum sem hér hafa farið fram.

Í Þýzkalandi fyrir nokkrum árum var í hverju einasta krummaskuði (og stórborgum líka) Adolf-Hitlerstraße (þær heita víst eitthvað annað núna). Eins eru Goethestraße, Schillerstraße, Konrad-Adenauerstraße o.s.frv. afar algengar. Hér í Danmörku er H C Andersens Boulevard, Allé, Gade eða Vej afar algeng götuheiti. Eins mýgrútur af götum sem heita eftir kóngafólki liðinna alda.

Þetta fyrirbæri heitir menning.

Hvar er Jónasar Hallgrímssonar stræti? Eggerts Ólafssonar gata? Jóns Sigurðssonar vegur? Árna Magnússonar stígur?
Í Reykjavík er jú fornsagnahverfið, og Tryggvagata er bæði þar og á Selfossi nefnd eftir Tryggva Gunnarssyni og einhver fleiri dæmi mætti eflaust tilfæra, en full nöfn þekktra og mikilvægra persóna þekkjast ekki á götum.

Til að fyrirbyggja meintan misskilning sem þetta kann að valda þá ætti stutt námskeið í póstnúmerum að bæta þar úr.

P.s.: Í Kópavogi er Kóra-hverfið, en samt engin gata sem heitir Karlakór, Kvennakór, Barnakór eða Blandaður kór. Þar finnast mér góð götunöfn hafa farið forgörðum.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 25/2/08 21:40

Eini kosturinn við borgarnes er að göturnar þar heita almennilegum nöfnum. Egilsgata, Þórólfsgata, Brákarbraut og Kveldúlfsgata, svo ég nefni nokkur, eru allt prýðisgötunöfn. Komin beint úr Eglu.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/2/08 21:46

Best væri náttúrulega ef allir fylgdu fordæmi Hvanneyringa og kalli allar götur Túngötu.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 25/2/08 22:49

Ég gleymdi að minnast á þá yfirsjón borgnesinga að nefna ekki götu eftir Bjálfa, sem er persóna í Eglu. Þessa handvömm má að mestu leiti útskýra með þeirri staðreynd að borgnesingar voru, og eru enn, bjálfar.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 26/2/08 00:01

Günther Zimmermann mælti:

Ég er hjartanlega ósammála umræðunum sem hér hafa farið fram.

Í Þýzkalandi fyrir nokkrum árum var í hverju einasta krummaskuði (og stórborgum líka) Adolf-Hitlerstraße (þær heita víst eitthvað annað núna). Eins eru Goethestraße, Schillerstraße, Konrad-Adenauerstraße o.s.frv. afar algengar. Hér í Danmörku er H C Andersens Boulevard, Allé, Gade eða Vej afar algeng götuheiti. Eins mýgrútur af götum sem heita eftir kóngafólki liðinna alda.

Þetta fyrirbæri heitir menning.

Hvar er Jónasar Hallgrímssonar stræti? Eggerts Ólafssonar gata? Jóns Sigurðssonar vegur? Árna Magnússonar stígur?
Í Reykjavík er jú fornsagnahverfið, og Tryggvagata er bæði þar og á Selfossi nefnd eftir Tryggva Gunnarssyni og einhver fleiri dæmi mætti eflaust tilfæra, en full nöfn þekktra og mikilvægra persóna þekkjast ekki á götum.

Til að fyrirbyggja meintan misskilning sem þetta kann að valda þá ætti stutt námskeið í póstnúmerum að bæta þar úr.

P.s.: Í Kópavogi er Kóra-hverfið, en samt engin gata sem heitir Karlakór, Kvennakór, Barnakór eða Blandaður kór. Þar finnast mér góð götunöfn hafa farið forgörðum.

Mér finnst sárvanta Entersstræti, Spesagötu, Númaveg, Myglarsbraut, Fannarshlíð, Kaktuzrima og Herbertsgerði. Að ógleymdu Baggalútstorgi!

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 26/2/08 00:02

Günther Zimmermann mælti:

Ég er hjartanlega ósammála umræðunum sem hér hafa farið fram.

Í Þýzkalandi fyrir nokkrum árum var í hverju einasta krummaskuði (og stórborgum líka) Adolf-Hitlerstraße (þær heita víst eitthvað annað núna). Eins eru Goethestraße, Schillerstraße, Konrad-Adenauerstraße o.s.frv. afar algengar. Hér í Danmörku er H C Andersens Boulevard, Allé, Gade eða Vej afar algeng götuheiti. Eins mýgrútur af götum sem heita eftir kóngafólki liðinna alda.

Þetta fyrirbæri heitir menning.

Hvar er Jónasar Hallgrímssonar stræti? Eggerts Ólafssonar gata? Jóns Sigurðssonar vegur? Árna Magnússonar stígur?
Í Reykjavík er jú fornsagnahverfið, og Tryggvagata er bæði þar og á Selfossi nefnd eftir Tryggva Gunnarssyni og einhver fleiri dæmi mætti eflaust tilfæra, en full nöfn þekktra og mikilvægra persóna þekkjast ekki á götum.

Til að fyrirbyggja meintan misskilning sem þetta kann að valda þá ætti stutt námskeið í póstnúmerum að bæta þar úr.

P.s.: Í Kópavogi er Kóra-hverfið, en samt engin gata sem heitir Karlakór, Kvennakór, Barnakór eða Blandaður kór. Þar finnast mér góð götunöfn hafa farið forgörðum.

Bara það að kalla götur eitthvað -kór lýsir úrkynjuninni. Ég bíð eftir að við fáum að sjá og heyra í sjónvarpinu Skólakór Kóraskóla flytja nokkur lög eða Kirkjukór Kórakirkju... Af hverju þurftu þeir svo að hrúga upp þessu Hvarfahverfi? Þar er ekkert Efnahvarf svo ég viti til eða Kominn í hvarf. Í salahverfinu mætti svo auðveldlega vera með Samkomusali, Skátasali, Veislusali, Íþróttasali og svo mætti lengi telja. Svo við nefnum eldri hverfi þá finnst mér alveg vanta Húsaskjól, Veðraskjól og Eyrnaskjól að maður tali nú ekki um í staðahverfi... þar vantar tilfinnanlega Skemmtistaði!

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 26/2/08 00:04

Býrð þú kannski í Fedtmúla 12?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/2/08 00:23

Svo vantar bæði Rofabarð og Moldarbarð.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 26/2/08 00:31

Hexia de Trix mælti:

Býrð þú kannski í Fedtmúla 12?

Nei, Formula 1.

Annars, Vlad, þá vantar líka Hagbarð.

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 26/2/08 07:33

Svo er Aðalstræti í fjölmörgum bæjum á Íslandi. Þar kæmi öflugt gangnanet til greina

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/2/08 12:02

Erum það bara vjer eða er ekki eitthvað óeðlilegt við að til geti verið fjölmargar götur sem heita Aðalstræti án þess að til sje eitt einasta Aukastræti ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: