— GESTAPÓ —
Hver er uppruni nafngiftarinnar?
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 21/2/08 15:44

Mér datt í hug saga í dag um nafn fyrirtækis á Íslandi og langaði að athuga
hvort Gestapóar fyndu hjá sér löngun til að taka þátt. Reglurnar yrðu einfaldar
og væru sem hér segir:

Ég byrja á að setja fram nafn fyrirtækis og næstu mælendur reyna að giska
á það hver sagan er á bakvið það og sá sem kemur með það fær lof í lófa
auk þess að koma með næsta nafn sem á sér sögu, það þarf ekki að vera
fyrirtækisnafn sérstaklega en það verður helst að vera nafn sem flestir þekkja
og fleiri en bara eigandi þess og nákomnir sem kunna hana.
Ef sá sem myndi svara rétt kæmi ekki með næsta nafn má næsti maður leggja nýtt fram.

Athugum hvort þetta gangi eftir, nafnið sem ég legg fram er:

ÍSTAK

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 21/2/08 15:51

Ístak er nafn sem varð til eftir langa mæðu. Maðurinn sem uppgötvaði nafnið á konu sem er svo ógurlega handköld. Alltaf þegar hún vildi að hann gerði eitthvað gagn inná heimilinu þá kom hún með ískaldar hendurnar og greip um hálsinn á honum, það fannst honum afskaplega hvetjandi til allra verka. Upphaflega átti fyrirtækið að heita Hálstak en það var eitthvað svo handrukkaralegt.

Er ég nálægt ?

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 21/2/08 16:16

Það byrjaði sem límframleiðandi, en fyrirtækinu gekk ekkert það vel því límið þeirra var helvítis sull.

Þannig þeir byrjuðu að negla hluti saman.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 21/2/08 18:13

Dula, ég sé þarna að þú pældir vel og lengi í þessu, þó þetta hafi líklegast poppað upp í hausinn á þér. En ekki er það þó rétt.

Rauðbjörn, nei.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 21/2/08 18:37

Þetta er mjög gamalt fyrirtæki. Það varð til þegar menn notuðu alment ís til að kæla hlutina niður. Ístak hafði einkarétt á að taka ís af Elliðavatni og var því nefnt Ístak

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 21/2/08 18:40

Nei... ég held að einhverjum hafi verið ískalt og hann hafi fengið tak í bakið.

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 21/2/08 18:58

Nermal hefur rétt fyrir sér. Þetta var þegar yfirmenn og eigendur fyrirtækisins stóðu við verkið og voru að ræða saman sín á milli um nafn fyrirtækisins. Þeir voru einsog fyrr segir að taka ís og nafnið var ákveðið, einfaldara var það ekki...

Húrra fyrir Nermal!

Nermal á því réttinn á að koma með næsta nafn ef hann vill.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 21/2/08 19:02

Ég sem var alltaf viss um að þeim hafi bara þótt nafnið svona Katsí

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 21/2/08 19:07

Ég gef nú bara frá mér réttinn..

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 21/2/08 19:09

Örlæti alltaf í þér Nermal.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 21/2/08 19:36

Grágrímur mælti:

Ég sem var alltaf viss um að þeim hafi bara þótt nafnið svona Katsí

Þetta er alveg rétt hjá þér Grágrímur, ég var oft að spá í þessu sjálfur þangað til mér var sagt annað.

Vill enginn koma með viðbót?

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 21/2/08 19:37

Ég man nú ekki betur en að ÍSTAK sé stytting á nafninu Íslenskt verktak eins og fyrirtækið hét í upphafi þegar það var stofnað árið 1970.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 21/2/08 19:39

Þá kveður við annað hljóð í kútinn. Ætli sé þá ekki best að fá Enter til að eyða þræðinum, ég hef eyðilagt fyrir sjálfum mér þarna.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 23/2/08 07:16

Miðað við þetta þá er nafnið Kaupþing nokkuð sjálflýsandi....

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 23/2/08 09:44

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/2/08 11:35

Nei nei, við getum alveg haldið leiknum áfram. Hver er uppruni ættarnafnsins Briem?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 23/2/08 15:30

Briemarar koma frá Bjrám/nslæk.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 23/2/08 16:36

Nei Briem er komið af svissenskun ostagerðamönnum. Þeir sem bjuggu til Dala brie.

     1, 2  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: