— GESTAPÓ —
Af skruddum
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/2/08 10:48

Günther Zimmermann mælti:

Hexia de Trix mælti:

‹Lemur Günther í hárkolluna› Ég leyfi mér að hafa titla í nefnifalli, enda sést á samhenginu að orðið „bókinni“ var sleppt úr setningunni til að skapa knappan stíl. ‹Glottir›

Nefnifallssýkin er jafn vitlaus, sama hve knappur stíllinn er. Orðið sem stýrist af forsetningunni þarf að vera til staðar til að stýrast af forsetningunni. Forsetningin úr stýrir þágufalli. Púnktur [sic].

Til að skapa knappan stíl er oft fegurra að sleppa forsetningunni og nota eignarfall, sbr. „Ég er ekki vandræðagemsinn sem reif síðustu blaðsíðu [bókarinnar] Goða manna og meinvætta.“ (Ef eignarfall er notað í stað fs. sést líka betur hve vitlaust það er að sleppa fallmörkuninni, prófið að setja titilinn í nefnifall.)

P.S. Nefnifallssýkin er jafnvel að verða útbreiddari en helv. þágufallssýkin. Það eru engsk [sic] áhrif.

Hvað sýki er þá þetta P.S.? ‹Klórar sér í höfðinu›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 25/2/08 14:42

Kannski Parrukk-Sýki? ‹Flissar ógurlega›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/2/08 20:48

Postscriptum, fleirtala postscripta, er perfectum participium af postscribere.

Oft sett aftan við bréf, til að tákna viðbót við meginmál bréfsins, íslenzkur variant er e.s., eftirskript.

P.s. Sciro hunc scierimus!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 25/2/08 20:53

Mikið agalega talarðu lélega íslensku.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 25/2/08 21:30

Útvarpsstjóri mælti:

Mikið agalega talarðu lélega íslensku.

Það er með ásetningi gert.
‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
        1, 2
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: