— GESTAPÓ —
Um útrýmingu óæskilegra orða úr íslenskri tungu
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/1/08 01:57

Alkunna er að stundum geta sakleysislegustu umræður um eitthvert ómerkilegt málefni tekið óæskilega stefnu. Til að minnka hættuna á þessu leggjum vjer til að ýmsum vel völdum orðum verði útrýmt úr íslenskri tungu. Þar með verður eigi hægt að ræða um tiltekin fyrirbæri því ekkert orð verður til um viðkomandi fyrirbæri. Jafnframt þarf að banna að búin verði til ný orð um viðkomandi fyrirbæri.

Fyrsta orðið sem vjer leggjum til að verði útrýmt er af augljósum ástæðum orðið krútt. Væntum vjer víðtækrar samstöðu um þessa tillögu ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 19/1/08 02:00

En krútt er svooooooo krúttlegt. ‹Stekkur hæð sína›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 19/1/08 02:56

Ég legg til að orðskrípið OG verði fjarlægt...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 19/1/08 08:37

Skítt með orðin. Burt með sérhljóðana. Héðan í frá heiti ég Rttt.
Bittinú.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 19/1/08 08:38

En að öllu spéi slepptu þá legg ég til að orðskrípið Framsóknarmaður verði fjarlægt úr Íslenskri tungu, enda ekki nema einhverjir tveir, þrír svoleiðis eftir.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Razorblade 19/1/08 10:54

kúl!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 19/1/08 11:59

Á einhver súkkulaðikúlu handa rakvélarblaðinu? Mér sýnist að það langi í svoleiðis.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/1/08 17:45

Umræðan hefur farið aðeins út fyrir efnið eins og verða vill. Er virkilega enginn sammála oss um nauðsyn þess að útrýma orðinu krútt úr íslenskri tungu ? ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 20/1/08 17:59

Hvernig væri að eyða bara stöfunum sem mynda orðið: k, r, t, ú?

Þá yrði nafnið mitt: ossgaa.

Nei, ekki góð hugmynd. Krútt verður að vera til, það er óumflýjanlegt.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/1/08 18:17

Hvernig væri að útrýma orðinu "mönnun"?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 20/1/08 18:19

Fjarlægjum öll orð sem enda á -ismi. Semjum svo almennileg orð yfir það sem þau orð áttu að tákna. Það væri sannur orðismi.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 20/1/08 18:42

Vladimir Fuckov mælti:

Umræðan hefur farið aðeins út fyrir efnið eins og verða vill. Er virkilega enginn sammála oss um nauðsyn þess að útrýma orðinu krútt úr íslenskri tungu ? ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Ég myndi telja það skárri kost (og væntanlega ágætis málamiðlun) að setja lög á þetta orð. Til dæmis eitthvað í líkingu við að enginn skuli kallaður krútt eftir að skólaskylda hefst.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 20/1/08 21:55

Hvernig væri að hætta að nota orðskrípið og viðbjóðinn LUNDÚNIR‹fær ógeðshroll› Þetta orð er búið að fara í mínar fínustu frá því´ég komst að því að lundúnir er orð yfir london, já já einmitt .....hvað er lundúnir á Íslensku ?

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 20/1/08 22:58

Heyr, heyr. Sama má segja um Jórvík, Dyflin, Öxnafurðu, Rúðuborg og fleiri ónefni.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/1/08 23:18

Öxnafurðu? Meinarðu ekki Uxavað?

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 20/1/08 23:27

Nei, Öxnafurða.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/1/08 23:28

‹Bætir nokkrum orðum á listann ógurlega yfir óvini tungunnar›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 20/1/08 23:30

Það er nú frændi hans Upprifins sem ber ábyrgðina á þessu orðskrípi Öxnafurða! Þarf ég að segja meira?!

sígræn
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: