— GESTAPÓ —
Enn ein ábreiða djöfulsins.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 14/1/08 18:54

Nú er mér ofboðið. Rás 2 virðist hafa tekið þá stefnu að spila frekar ómerkilegar ábreiður af lögum, frekar en upprunalegu útgáfuna. Þetta fer frekar í taugarnar á mér, en þar sem ég er prúður mjög og þolgóður læt ég þetta yfir mig ganga möglunarlaust. En nú er nóg komið. Í dag var spiluð ábreiða af „Stairway to heaven“ og ekki nóg með það heldur var það engin önnur en sílikonglyðran Dollí Parton sem emjaði og jóðlaði sig í gegnum þetta eðallag. Hvur andskotinn. Ef menn ætla að spila himnastigann þá geta þeir drullast til að hafa það í ódauðlegum flutningi Led Zeppelin. Og hana nú.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/1/08 19:16

Þeir hafa gert þetta áður. Alveg hræðileg útgáfa!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 14/1/08 19:51

Verst fannst mér diskóútgáfan af Comfortably Numb... ‹Hryllir við›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 14/1/08 22:03

Ég er algjörlega sammála! Þetta var hryllingur. Og að kerlingarherfan hafi látið sér detta í hug að taka þetta lag! ‹Fussar›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 15/1/08 00:36

Það er fjöldi fólks sem reynir að ganga á Everest fjall án þess að eiga þangað nokkuð erindi. Ætli þetta sé ekki bara eitthvað svipað hjá kerlingarálftinni. Hana langaði, en gat ekki. En það verður hins vegar ekki af Sissor sisters skafið, að Comfortably Numb frískaðist hressilega upp hjá þeim. ‹Tekur 3 diskóspor og tognar í læri.›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 15/1/08 00:41

Hvað varð um listrænt frelsi, ykkur þarf ekki að líka það fyrir því. ‹Tekur „Hit me baby one more time“, í Travis útgáfu.›

Bezti vinur aðal.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 15/1/08 00:43

Hafið þið þá heyrt hörmungarnar sem Dilana fremur á Queen lögum?
‹Fölnar›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/1/08 01:31

Nei og ég ætla að reyna að forðast það!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 15/1/08 01:42

Ríkisarfinn mælti:

Hvað varð um listrænt frelsi, ykkur þarf ekki að líka það fyrir því. ‹Tekur „Hit me baby one more time“, í Travis útgáfu.›

Listrænt fresli er eitt en misþyrming á listaverkum annað...ef ég tæki mig til og migi á Mónu Lísu væri það kallað glæpur, þó ég væri að tjá mitt listræna frelsi. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 15/1/08 01:58

Sumar ábreiður eru góðar, t.d. fyrrnefnd Travisútgáfa Breiðnýjarlagsins, útgáfa Arctic Monkeys af Love Machine, 7 Nation Army með Audioslave, Joe Cocker útgáfan af With a Little Help From My Friends og öll American sería Johnny Cash.

Aðrar eru hörmung, t.d. Scissor Sisters ábreiður af hverju sem er -sérstaklega Comfortably Numb-, nauðgun fíflsins sem kunni ekki að synda á hinu yndislega Cohen-lagi Hallelujah...reyndar næstum allar útgáfur af því utan orginalinn...Fugees-ábreiðan af Killing Me Softly, Madonna með American Pie, Jessica Simpson með These Boots are Made For Walkin', Whitney með I Will Always Love You (Dolly er ekki alslæm), Kelly Osbourne að gaula Papa Don't Preach...listinn er endalaus.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 15/1/08 02:08
- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 15/1/08 02:50

Svo er útgáfa Wolfsbane á Bad Moon Rising nokkuð djörf og skemmtileg. Minnir að það hafi verið Wolfsbane, er reyndar ekki alveg með það á hreinu. En einhver albesta ábreiða sem gerð hefur verið VERÐUR að mínu áliti að vera ódauðlegur flutningur Leningrad Cowboys og kórs Rauða Hersins á Sweet Home Alabama.

En útgáfa Sílikon dals á Stairway to heaven sökkar, það er á hreinu.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/1/08 03:27

Leningrad cowboys eru alltaf góðir!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 15/1/08 07:55

Grágrímur mælti:

Ríkisarfinn mælti:

Hvað varð um listrænt frelsi, ykkur þarf ekki að líka það fyrir því. ‹Tekur „Hit me baby one more time“, í Travis útgáfu.›

Listrænt fresli er eitt en misþyrming á listaverkum annað...ef ég tæki mig til og migi á Mónu Lísu væri það kallað glæpur, þó ég væri að tjá mitt listræna frelsi. ‹Starir þegjandi út í loftið›

En ekki ef þú málaðir kópíu af Mónu og migir svo á hana, ábreiður skemma á engann hátt frumgerðina.

Bezti vinur aðal.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 15/1/08 10:01

Það er ekki hægt að banna fólki að gera ábreiður, en hinsvegar er óþarfi að útvarpið spili ekkert annað en ábreiður.
En þá er jú alltaf hægt að skipta bara um stöð.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 15/1/08 19:01

Enda gerði ég það. Ekki spila þeir svona ósóma á gömlu gufunni.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 15/1/08 20:30

Jæja, bara alltaf verið að rífast um smekk. Það er nú fínt og góð skemmtun. Það er svo gaman að sjá hvað fólk getur verið einstregingslegt í afstöðu sinn og heitt í hamsi þegar það er að hrauna yfir einhverja snilldina. Endilega haldið þessu áfram og tínið til fleiri dæmi. Á meðan ætla ég að slappa af og hlusta á Pinups með David Bowie á meðan, en það er ábreiðuplata sem hann gaf út '72

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ríkisarfinn 15/1/08 20:46

Það er einmitt svo skemmtilegt að rökræða smekk.‹Ljómar upp›

Bezti vinur aðal.
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: