— GESTAPÓ —
Undirskriftalisti á móti eyðingu Reynis og félaga.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Undir réttu nafni 7/1/08 12:58

Ég held bara að fólk ætti frekar að dæmast útfrá sínum gerðum og ég sé ekki betur en Reynir sé hér dæmdur all hressilega. Mannasiði kunnum við öll og hér sem annarstaðar er fólki valfrjálst hversu mikið af þeim það fylgir. Margir aðrir sem tjá sig á þessum vef hafa haft ansi lága mannasiðastaðla og ekki hefur þess verið krafist að þeim sé öllum eytt líka.

Fyrir þá sem stökkva Galdrameistaranum til varnar verð ég að játa á mig að ég þekki hvorki forsögu þess máls né málið sjálft, eitt dæmi til eða frá breytir litlu um mína afstöðu. Má ég búast við því að þess verði krafist að þessum notanda verði eytt af spjallsvæði Gestapó fyrir að fylgja ekki hópnum í mínum skoðunum og lesa hér og skrifa það sem mér lystir, þegar mér lystir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/1/08 13:12

Tina St.Sebastian mælti:

Ég set reyndar meira að segja spurningarmerki við það, sbr. hvarf innleggja GimlégastiRs. Í mínum huga jafnast það atvik á við bókabrennur. Frumrita. Shakespeares.

Amen, biskup minn góður.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 7/1/08 13:18

Undir réttu nafni mælti:

Ég held bara að fólk ætti frekar að dæmast útfrá sínum gerðum og ég sé ekki betur en Reynir sé hér dæmdur all hressilega. Mannasiði kunnum við öll og hér sem annarstaðar er fólki valfrjálst hversu mikið af þeim það fylgir. Margir aðrir sem tjá sig á þessum vef hafa haft ansi lága mannasiðastaðla og ekki hefur þess verið krafist að þeim sé öllum eytt líka.

Fyrir þá sem stökkva Galdrameistaranum til varnar verð ég að játa á mig að ég þekki hvorki forsögu þess máls né málið sjálft, eitt dæmi til eða frá breytir litlu um mína afstöðu. Má ég búast við því að þess verði krafist að þessum notanda verði eytt af spjallsvæði Gestapó fyrir að fylgja ekki hópnum í mínum skoðunum og lesa hér og skrifa það sem mér lystir, þegar mér lystir?

Undir réttu nafni (ef það er þá þitt rétta nafn!); það finnst öllum einhver vera leiðinlegur, það er bara staðreynd sem okkur er öllum best að sætta okkur við. Það er hins vegar eitt að vera bara almennt leiðinlegur og annað að vera með einhliða, persónulegt argaþras og árásir.

Þetta mál er annars farið að snúast upp í eitthvað rugl, kjarninn var upphaflega hvort það ætti að banna Reyni fyrir mjög sértæka hluti sem gerast (sem betur fer) ekki á hverjum degi hérna, það er ekki eins og við ætlum að hafa vikulega atkvæðagreiðslu og kjósa einhvern af eyjunni. Þér er velkomið að vera eins leiðinlegur og þú vilt, ef þér sýnist svo en um leið og þú setur upplýsingar um persónulega hagi annarra eða notar eitthvað raunheimatengt til að skaprauna öðrum, þá ertu farinn yfir afar fína línu.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/1/08 13:40

Undir réttu nafni mælti:

Má ég búast við því að þess verði krafist að þessum notanda verði eytt af spjallsvæði Gestapó fyrir að fylgja ekki hópnum í mínum skoðunum og lesa hér og skrifa það sem mér lystir, þegar mér lystir?

Nei, og það er afskaplega ómaklegt hjá þér að halda því fram að þetta séu ástæður þess að farið er fram á eyðingu fyrirbærisins alræmda sem hér er til umræðu.

Þú ert Gestapói; þú skrifar í þræði, ert með mynd, og ákveðna sögu hér. Þess fyrir utan byggist þín tilvist ekki á raunheimatengdum persónuárásum, níði, nafngreiningu Gestapóa, og almennum leiðindum.

Gerpið sem hér er til umræðu er ekki Gestapói, þar sem allt sem ég sagði hér eiga við um þig á ekki við um það, og öfugt. Því má eyða því fyrirbæri mér að meinalausu, rétt eins og hverju öðru rusli.

Hér má fólk nefnilega ekki skrifa það sem því lystir. Ef einhverjir hafa eitthvað út á það að setja eiga þeir von á mjög hatrömmu stríði þar sem ég mun ganga fremstur í flokki gegn þeim. Reglurnar eru reyndar ekki margar, en þær eru þó einhverjar. Ef við leyfum þeim öflum sem hafa þessar reglur að engu að vaða uppi jafngildir það niðurbroti samfélagsins okkar. Slíkur lýður vill augljóslega ekki vera hluti af þessu samfélagi, né virða reglur þess - og því ættum við þá að leyfa þeim að vera hér?

Reyndar væri ég alveg sáttur við að öllum athugasemdum skrípisins verði eytt, en því sjálfu leyft að lifa. Einnig væri það góð lausn, eins og ég hef sagt áður, að fleiri en ritstjórn einni verði gert kleift að eyða athugasemdum við félagsrit, og þá væri hægt að eyða þeim athugasemdum við félagsrit sem höfundar þess vilja ekki láta standa, eða sem brjóta gegn velsæmi eða reglum Gestapó - en hins vegar efa ég stórlega að nokkrir þeirra sem hafa fengið athugasemd frá kakkalakkanum sem margir vilja nú eyða myndu gráta brotthvarf þeirra athugasemda á einu bretti, ef út í það er farið.

Sé þetta elítismi, þá verður svo að vera. Ég vil frekar móðga einhverja leyniskyttuþverhausa sem telja að það séu einhver grundvallarréttindi að fá að tröllast hér og atast í fólki en að sjá þetta samfélag eyðilagt. Mér líður vel hér, og ég mun berjast gegn þeim sem vilja skemma það fyrir mér og vinum mínum hér eins og ég myndi berjast gegn innrás inn á mitt eigið heimili.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 7/1/08 13:52

Undir réttu nafni mælti:

Ég styð Upprifinn og þar með Reyni.

Ég verð að leyfa mér að setja smá athugasemd út á þetta.
Það er stór munur á að styðja Upprifinn og styðja Reyni.
Það er ekki þar með sagt að þó að Upprifinn styðji málfrelsi - að hann styðji allan óþverran sem Reynir hefur sagt.

Undir réttu nafni mælti:

Mannasiði kunnum við öll og hér sem annarstaðar er fólki valfrjálst hversu mikið af þeim það fylgir. Margir aðrir sem tjá sig á þessum vef hafa haft ansi lága mannasiðastaðla og ekki hefur þess verið krafist að þeim sé öllum eytt líka.

Þótt að margir séu hérna ropandi og rekandi við framan í annað fólk (sem ekki fylgir mannasiðastöðlum) þá er alltaf hægt að sjá að það er í gríni gert. Margir hafa farið óblíðum orðum hver um annan, en það er ekkert í líkingu við það sem Reynir segir.
Reynir er líka að segja þessa hluti, bara til að særa.
Hér eru margir sem þola ekki hvorn annan... en ekki sérðu þá stofna undirskriftarlista til að losna við hvorn annan er það?
Virðist þetta ekki sýna að Reynir, hafi á einhvern hátt, farið yfir strikið?
Þú virðist ekki einu sinni vita alla málvexti sbr:

Undir réttu nafni mælti:

Fyrir þá sem stökkva Galdrameistaranum til varnar verð ég að játa á mig að ég þekki hvorki forsögu þess máls né málið sjálft, eitt dæmi til eða frá breytir litlu um mína afstöðu.

Hvernig geturu verið viss um að ef þú vissir alla söguna að þú værir ekki búinn að skipta um skoðun?
Þú hefur ekki einu sinni hugmynd um það hvað Reynir er búinn að vera að segja er það?
Það er ekki eins og við séum að láta - eins og Anna sagði - kjósa fólk út hér vikulega. Þetta er greinilega sértækt dæmi fyrst að fólk bregst svona við.

Við höfum hingað til tekið því sem alvarlegum hlut að nafngreina Gestapóa, því það eru alls ekkert allir sem vilja að fólk viti hver þeir eru. Sumir gætu jafnvel verið þjóðþekktir einstaklingar og komist í klemmu - já eða jafnvel séð fram á að þurfa að hætta á þessu spjallsvæði - ef nafn þeirra væri gefið upp.
Hvað ef t.d. Davíð Oddson - afar umdeildur maður - væri hérna og einhver kæmist að því?
Væri þá í lagi að segja öllum hver hann er, þannig að einu svörin sem mannræfillinn fengi hér eftir á lútnum væru ádeila á pólitík og sjálfstæðisflokkinn?
Reynir vill halda sinni nafnleynd, og þar með er það fáránlegt að hann blaðri því hverjir aðrir eru.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/1/08 13:53

Einhver var viss um að hér væri um gamlan Gestapóa að ræða... þá hlýtur það að vera einhver sem er heiftarlega fúll út í einhverja Gestapóa eða Gestapó í heild... mér dettur helst í hug herra Úlfamaður, en aðrir koma einnig upp í kollinn á mér...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/1/08 13:59

Skabbi skrumari mælti:

Einhver var viss um að hér væri um gamlan Gestapóa að ræða... þá hlýtur það að vera einhver sem er heiftarlega fúll út í einhverja Gestapóa eða Gestapó í heild... mér dettur helst í hug herra Úlfamaður, en aðrir koma einnig upp í kollinn á mér...

Úlfamaðurinn er hvorki nógu illkvittinn né heill á geði til að geta skrifað svona. Ég gruna ákveðinn annan, en nenni ekki að vera að reifa það hér. Slíkar samsæriskenningar ýta bara undir úlfúð ef þær eru rangar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/1/08 14:02

Þarfagreinir mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Einhver var viss um að hér væri um gamlan Gestapóa að ræða... þá hlýtur það að vera einhver sem er heiftarlega fúll út í einhverja Gestapóa eða Gestapó í heild... mér dettur helst í hug herra Úlfamaður, en aðrir koma einnig upp í kollinn á mér...

Úlfamaðurinn er hvorki nógu illkvittinn né heill á geði til að geta skrifað svona. Ég gruna ákveðinn annan, en nenni ekki að vera að reifa það hér. Slíkar samsæriskenningar ýta bara undir úlfúð ef þær eru rangar.

Jamm... sleppum því... Úlfúðin var nóg þegar Úlfamaðurinn var að Úlfast hér... eins og Úlfur í Úlfagæru...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/1/08 14:04

Skabbi skrumari mælti:

Jamm... sleppum því... Úlfúðin var nóg þegar Úlfamaðurinn var að Úlfast hér... eins og Úlfur í Úlfagæru...

Það var einmitt einhver í vinnunni hjá mér að vitna í Churchill nú í hádeginu, að eftirmaður hans (WC) væri „sauður í sauðargæru“. ‹Glottir eins og fífl›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 7/1/08 14:06

Þarfagreinir mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Einhver var viss um að hér væri um gamlan Gestapóa að ræða... þá hlýtur það að vera einhver sem er heiftarlega fúll út í einhverja Gestapóa eða Gestapó í heild... mér dettur helst í hug herra Úlfamaður, en aðrir koma einnig upp í kollinn á mér...

Úlfamaðurinn er hvorki nógu illkvittinn né heill á geði til að geta skrifað svona. Ég gruna ákveðinn annan, en nenni ekki að vera að reifa það hér. Slíkar samsæriskenningar ýta bara undir úlfúð ef þær eru rangar.

Sammála. Úlfamaðurinn gæti ekki skrifað svona.
Það er ýmislegt hægt að segja um Úlla, en hann gerir ekki hluti bara til að særa fólk.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Undir réttu nafni 7/1/08 17:35

Mér finnst málið sjáflt engu skipta, ég horfi á þetta sem einskonar "prinsipp", mín vegna má fólk tjá sig um hvað sem það vill, hvar sem það vill. Skilmálar til innskráningar á þennan vef krefja raunar notendur til að viðhafa almenna kurteisi en þeir innihalda líka klássúlu um að öll skrif notenda á vefnum til sölu gegn greiðslu til eigenda vefjarins. Almenn kurteisi er ekki viðhöfð af öllu sem þennan vef stunda og ekki hefur þeim verið refsað með þeim aðgerðum sem hótað er við innskráningu. Aftur á móti eru engin loforð höfð uppi um að viðhalda nafnleynd eins eða neins og ég get ekki betur séð en á alnetinu sé nafnleynd eitthvað sem hlýtur að vera á manns eigin ábyrgð og brestir á henni hljóta þá að vera eitthvað sem maður verður að vera búinn undir.

Annars held ég að ég haldi mínum rökum ekki fram frekar. Ég fæ á tilfinninguna að það sem ég vil tjá sé ekki að koma nógu skýrt frá mér og ég hreinlega nenni ekki að rembast frekar við útskýringar og útúrsnúninga enda annálaður letingi. Takk samt fyrir að eyða mér ekki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 7/1/08 17:41

Undir réttu nafni mælti:

Mér finnst málið sjáflt engu skipta, ég horfi á þetta sem einskonar "prinsipp", mín vegna má fólk tjá sig um hvað sem það vill, hvar sem það vill. Skilmálar til innskráningar á þennan vef krefja raunar notendur til að viðhafa almenna kurteisi en þeir innihalda líka klássúlu um að öll skrif notenda á vefnum til sölu gegn greiðslu til eigenda vefjarins. Almenn kurteisi er ekki viðhöfð af öllu sem þennan vef stunda og ekki hefur þeim verið refsað með þeim aðgerðum sem hótað er við innskráningu. Aftur á móti eru engin loforð höfð uppi um að viðhalda nafnleynd eins eða neins og ég get ekki betur séð en á alnetinu sé nafnleynd eitthvað sem hlýtur að vera á manns eigin ábyrgð og brestir á henni hljóta þá að vera eitthvað sem maður verður að vera búinn undir.

Annars held ég að ég haldi mínum rökum ekki fram frekar. Ég fæ á tilfinninguna að það sem ég vil tjá sé ekki að koma nógu skýrt frá mér og ég hreinlega nenni ekki að rembast frekar við útskýringar og útúrsnúninga enda annálaður letingi. Takk samt fyrir að eyða mér ekki.

Bíddu... hver ert þú eiginlega?

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/1/08 17:46

Nafnleynd (eða nánar til tekið bann við notkun raunheimanafna - við erum jú ekki nafnlaus, heldur notum bara önnur nöfn en við notum í raunheimunum hér á Gestapó, og erum í mörgum tilfellum aðeins öðru vísi karakterar hér og þar) er ekki skráð regla hér, og er það miður. Hún er nefnilega mjög sterk óskráð regla, eða hefur verið það. Ef hætt verður að fylgja henni stíft eftir mun ég láta mig hverfa héðan. Rík hefð hefur hér verið fyrir því að láta raunheimakaraktera blandast sem minnst inn í umræðuna, og allra, allra síst í formi nafngreiningar. Gestapó hefur alltaf verið heimur út af fyrir sig - það er það sem gerir þetta svo sérstakt fyrirbæri. Reyndar eru margir farnir að þekkjast og hittast í raunheimum núorðið - það er satt. Hins vegar er reynt að láta slíkt smitast sem minnst hingað inn á Gestapó. Fyrir mér eru allir þeir sem ég hef þekkt lengi hér inni á Gestapó vinir mínir; ég hef ekki meðvitað gert greinamun milli þeirra sem ég þekki og þekki ekki í raunheimum. Ef ég hef brugðist þessari hugsjón óviljandi biðst ég afsökunar og lofa þar bót og betrun.

Hvað kurteisi varðar er það túlkunaratriði, og ég get fallist á að einhverjir hafa líklega farið þar stundum yfir strikið án þess að athugasemd hafi verið gerð við það, né til aðgerða gripið. Kannski má skoða það eitthvað betur, en mér finnst flestir hér hegða sér skikkanlega, oftast. Síðan eru sumir sem hafa skapað sér 'rétt' til að vera dónalegir, þar sem enginn tekur þá alvarlega, vegna þess að vitað er að ekki ber að taka þá alvarlega. Slíkt tekur þó alltaf tíma. Það tekur alltaf tíma að skapa sér sess í svona samfélagi, og því eðlilegt að hinir nýju fái á sig harðari gagnrýni en þeir gömlu. Á hitt ber svo á að líta að menn geta verið mjög fljótir að vinna sér inn virðingu ef þeir passa hingað inn.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/1/08 17:49

Ég tek undir allt þetta hjá Þarfagreini, og skrifa nöfnin mín öll undir það. ‹Mundar pennann›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/1/08 17:57

þessi síðustu orð Þarfagreinis get ég öll tekið undir og ég trúi reyndar að Reynir hafi fjarlægt sína umdeildu athugasemd eftir orðabelg frá mér við sama félagsrit.
Það mundi heldur aldrei hvarfla að mér að birta hér á síðunum raunheimanöfn þeirra gestapóa sem ég veit enda sér ´maður varla tilganginn með því.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/1/08 18:06

Eitt sem ég vil nefna varðandi téðan Reyni. Hann ritaði ummæli við annað félagsrit Galdrameistarans sem hann gróf upp úr bloggfærslu frá því í haust af bloggi sem Galdri heldur úti. Í því bloggi er ég nafngreindur og sá bútur sem gripinn er úr téðri bloggfærslu inniheldur akkúrat þann part. Mér er ekki sama um svoleiðis. Það sem gerir mig enn pirraðri yfir því er að sú bloggfærsla var þurrkuð út talsvert fyrir jól en þessi ummæli við félagsritið eru rituð þann 1. janúar 2008, hálfum mánuði eftir að færslunni var eytt.

Þessi Reynir hefur það greinilega að meginmarkmiði að særa fólk, birta raunheimanöfn og eyðileggja það skálkaskjól sem nafnleysi Gestapó er.

Ég veit raunheimanöfn all margra Gestapóa en mér kæmi það aldrei til hugar að birta þau hér. Ég hef grun um að hér sé á ferð einhver sem þekkir innviði Gestapó en um leið hefur horn í síðu Galdra. Ég hef einnig grun um að viðkomandi hafi komið á hittinga eða árshátíð. Enn fremur hef ég grun um að viðkomandi hafi tengsl við Galdra annars staðar frá.

Af hverju held ég að Reynir hafi komið á hitting eða árshátíð? Jú, við félagsrit mitt um pöddur í bjórnum nefnir hann vaxtarlag mitt. Hann segir að ég sé feitur og að ég ætti að halda mig frá bjórnum. Það er satt að ég er feitur. Þannig reikna ég út að hann þekki vel til á Gestapó.

Sé þetta sá sem mig grunar, þá er mér verulega brugðið og held ég að hann ætti að víkja héðan burt fyrir fullt og allt ásamt öðrum karakterum sem hann kann að hafa skapað í gegnum tíðina. Vissulega gæti ég nafngreint og tengt við karakter en ég vil það ekki til að forða viðkomandi frá frekari árásum.

Það er deginum ljósara að þessi aðili er veikur. Hann hefur þörf fyrir að særa aðra, níða aðra og láta öðrum líða illa. Mín skoðun er sú að hann verði að rökstyðja svona alvarlegan hlut. Reynir talar um sök Galdrameistarans. Hver er hún? Hefur hann gert eitthvað á þinn hlut Reynir? Fyrst þú veist hver Galdri er, hvað hann heitir og líklega hvernig þú nærð í hann... af hverju hringirðu ekki í hann og gerir út um málið, maður við mann?

Ég hef alltaf álitið Gestapó athvarf okkar til að eiga okkur hliðarlíf. Líf sem byggist að fáránleika, gleði og að vera sú útópía sem við getum leitað til þegar maður þarf að gleyma amstri dagsins. Reynir vill augljóslega svipta okkur þessari gleði, þessari útópíu.

Hvort hér sé kominn Reynir undir réttu nafni veit ég ekki en hann hefur vissulega valdið usla en ekki misklíð. Ég tek eftir því að þeir sem styðja hans málstað að fullu eru Gestapóar sem eiga sér stutta eða enga sögu. Við þessir gamalgrónu höfum hins vegar það heiðursmannasamkomulag að leiðarljósi að virða raunheimarétt hvers annars. Sjálfur hef ég valdið ákveðnum usla en aldrei þannig að ég hafi sært (ekki svo ég viti). Einhvern tíman sendi ég í einkapósti skilaboð um að ég hefði uppgötvað hverjir ákveðnir menn væru. Í kjölfarið fór einn í langt frí en annar fór í smá fýlu sem entist ekki lengi.

Reynir, hættu að níða fólk og særa og þá eru möguleikar til þess að þér verði fyrirgefið af einhverjum. Ef þú ætlar að halda áfram þessum árásum þínum þá skaltu drífa þig á Barnaland. Þar er hasarinn fyrir svona leiðindi.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 7/1/08 19:22

Þarfagreinir mælti:

Nafnleynd (eða nánar til tekið bann við notkun raunheimanafna - við erum jú ekki nafnlaus, heldur notum bara önnur nöfn en við notum í raunheimunum hér á Gestapó, og erum í mörgum tilfellum aðeins öðru vísi karakterar hér og þar) er ekki skráð regla hér, og er það miður. Hún er nefnilega mjög sterk óskráð regla, eða hefur verið það. Ef hætt verður að fylgja henni stíft eftir mun ég láta mig hverfa héðan. Rík hefð hefur hér verið fyrir því að láta raunheimakaraktera blandast sem minnst inn í umræðuna, og allra, allra síst í formi nafngreiningar. Gestapó hefur alltaf verið heimur út af fyrir sig - það er það sem gerir þetta svo sérstakt fyrirbæri. Reyndar eru margir farnir að þekkjast og hittast í raunheimum núorðið - það er satt. Hins vegar er reynt að láta slíkt smitast sem minnst hingað inn á Gestapó. Fyrir mér eru allir þeir sem ég hef þekkt lengi hér inni á Gestapó vinir mínir; ég hef ekki meðvitað gert greinamun milli þeirra sem ég þekki og þekki ekki í raunheimum. Ef ég hef brugðist þessari hugsjón óviljandi biðst ég afsökunar og lofa þar bót og betrun.

Hvað kurteisi varðar er það túlkunaratriði, og ég get fallist á að einhverjir hafa líklega farið þar stundum yfir strikið án þess að athugasemd hafi verið gerð við það, né til aðgerða gripið. Kannski má skoða það eitthvað betur, en mér finnst flestir hér hegða sér skikkanlega, oftast. Síðan eru sumir sem hafa skapað sér 'rétt' til að vera dónalegir, þar sem enginn tekur þá alvarlega, vegna þess að vitað er að ekki ber að taka þá alvarlega. Slíkt tekur þó alltaf tíma. Það tekur alltaf tíma að skapa sér sess í svona samfélagi, og því eðlilegt að hinir nýju fái á sig harðari gagnrýni en þeir gömlu. Á hitt ber svo á að líta að menn geta verið mjög fljótir að vinna sér inn virðingu ef þeir passa hingað inn.

Alveg sammála Þarfa.
Við þetta vil ég bæta - að þótt að ég og Þarfi séum vinir í raunheimum, þá er ekki eins og samband okkar sé það sama á lútnum og þar.
Sem dæmi má nefna að ég er ekki fólkskulegur ofsækjandi Þarfa í raunheimum, ég legg mig ekki í líma við að koma honum í vandræði og hlæja svo að öllu saman... og ég hef sjaldan ef ekki aldrei glefsað í hann í raunheimum.
Tigra og Þarfi urðu í raun vinir áður en raunheima aðilar okkar urðu vinir, og það get ég sagt með marga fleiri hérna.
Þótt við þekktumst ekki í raunheimum værum við ennþá vinir á lútnum.
Það er ekki við öðru að búast að það myndist „klíkur“. Fólk sækir einfaldlega í annað fólk sem því líkar vel við - þannig er það bara og mun alltaf verða.

Enn fremur er ég ekki að sjá hvað Undir réttu nafni er að tala um með dónaskap. Ég sé sjaldan dónaskap hér á þessu svæði - jú við busum nýliðana okkar, en látum þá yfirleitt vita að það sé bara vegna þess að þeir eru nýliðar - og svo hættum við því þegar þeir eru orðnir reyndari póar.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/1/08 19:49

Ívar, ég held ég viti hvern þú átt við, og verð bara að segja þér að sú kenning er alröng.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: